Voru ekki björgunarbátar í skemmtiferðaskipinu Viking Sky?

Þegar ákveði var að láta smíða Þór á sínum tíma, þá var hugsjónin  sú að fá öfluga dráttargetur sem ekki var til staðar hjá Landhelgisgæslunni. Var það ekki Víkartindur sem strandaði? Þá var það ljóst og það var niðurstaðan og svo að okkar fiskiskipskip hafa stækkað og stækkað og menn álitu að við værum í vanda staddir. MIKLUM VANDA.

Nú, nú, Nú sprettur þessi umræða að þarflausu fram að mínu mati. Í fyrsta lagi, var smíði Þórs mjög dýr og okkur í raun ofviða í öðru lagi var svo eitthvað í ólagi eftir að búið var að smíða og afhenda skipið eilíft hafarí með einhvern titring, þannig að maður var vansveft af áhyggjum, hvernig þetta mundi fara.

Þó Víking Sky hafi verið kominn upp í fjöruborðið í Noregi og það sé rétt af verkefnisstjóra Landhelgisgæslunnar að benda á þetta mál, það er svo sannarlega embættisslylda hans, þá höfum við Íslendingar engin efni að láta smíða annan ÞÓR og engan vegin efni að reka hann fyrir einkaaðila að því er virðist í einkalögsögu. Slíkt mál þarf að leysa með öðrum hætti. t.d. samvinnu eða leiguskipi.

Svo er önnur spurning í sambandi við þetta ekki sjóslys við Noregsströnd. Var ekki nóg af björgunarbátum í skipinu til að bjarga fólkinu? Þá hefði rekið fljótt í land. Þannig að þetta var ekki á opnu hafsvæði þar sem engin var nálægur. Þetta er írafár, þó litlu hefði mátt muna með að skipi hefði strandað.

Þegar Guðrún Gísladóttir KE 15 strandaði hér um árið á skeri , þá tóku Norðmenn þá ákvörðun  að draga skipið af skerinu og það sökk búmm ,nýtt glæsilegt skip. Það ætti aldrei að gera að draga skip af strandstaða án rannsóknar og að vel athuguðu máli. Þannig var björgun á sementfluttnigaskipinu í Hafnarfirði nú fyrir skömmu til fyrirmyndar. Eins strandaði einhver fossinn í Noregi og lóðsinn var á bak og burt. Það er ekkert grín að vera sjófarandi við Noregsstrendur.

Held að það ætti ekki að taka of mikið mark á þeim í Noregi, satt að segja. Þeir eru ekki alvitrir.


mbl.is Innviðir hér ekki jafn sterkir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Visit at your own risk" ? 

Halldór Egill Guðnason, 26.3.2019 kl. 04:15

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Auðvitað ætti að gera þessum stóru skipum grein fyrir því að þeir ferðuðst á eigin ábyrgð og gera þeim skilt að hafa fylgdarskip hringin í kring um landið.

Þeir ættu að fá þetta skriflegt frá þar til bæru yfirvaldi strax og þeir kæmu inn í lögsögu okkar.

Takk fyrir innlitð Halldór og ábendinguna.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 26.3.2019 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband