Hefði hefðin verið sú, þá hefði ég verið orðin frú

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson pjakkar enn með sinn flokk og er að gera að því skóna að hefði hann verið í einhverri aðstöðu þá hefði hann ekki látið VG þvinga sig til að gefa upp ráðherrastól.

Þannig stendur á að Sigmundur Davíð er ekki í neinni aðstöðu og hefur því ekkert meða mál að gera. Þarna er Sigmundur að gefa í skyn að hann sé sterkari stjórnmálamaður en Bjarni Ben.

Mér dettur í hug gamla orðtak sem ég lærði af fóstru minni og henni þótti mjög vænt um og ég veit ekki önnur deili á því. Ég var stundum að malda í móin að vinna eitthvað eða vildi gera eitthvað öðruvísi og sagði að ég hefði gert þetta svona og svona, þá gall við í þeirri gömlu. Hefði hefðin verið sú, þá hefði ég verið orðin frú og hana nú.


mbl.is Eins og 5:2-tap en ánægja með mörkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf reynir Sigmundur að búa til sögur....

Hann ætti að einbeita sér að sínum sögum !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 17.3.2019 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband