Ætli forseti Landsréttar útdeili nokkrum verkefnum til fjórmenningana. Þeir gætu orði verkefnalausir vegna hræðslu um það að allt sem þeir koma nærri sé ólögleglegt. Í því felst vandinn. Það er óttinn.
Valdið í lýðveldinu hvílir á þrem stoðum löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald og engin utan dómstólsins getur haft húsbóndavald yfir dómurunum. Varla má talast við eða skrifast á milli þessara kerfa, það sást best þegar Halldór Blöndal skrifaði bréf upp í Hæstarétt og spurði um eitthvað hvort það stæðis, sem var í vinnslu á Alþingi? Þá fór allt í uppnám. Menningarþjóðir hafa stjórnlagadómstól til að svara svoleiðis málum.
Það þarf að koma betur fram vegna misvísandi og ruglaðarar umræðu hvort Sigríður Á. Andersen hafi beðist lausnar hjá forseta og hvort forseti hafi veitt henni lausn frá störfum og hvernig það fór fram? Kom fram nýtt ráðherrabréf og hvernig standa þessi ráðherramál hjá Sjálfstæðisflokknum? Er Sigríður Á. Andersen bara í vetrarfríi?
Talað er um Birgir Ármannsson og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem góða kandidata en það er óútkljáð mál. Birgir er reyndur og stendur því ef til vill nær, en Áslaug er kona og það er kvennahalli á flestum stöðum.
Engin veit neitt og allt er þetta í tómarúmi, með dómstólana, og almenningur híar á stjórnarráðið.
Ber skylda til að gegna störfum áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 16.3.2019 | 12:34 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 91
- Frá upphafi: 573223
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 81
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Varstu nokkuð að koma af fjöllum?
FORSETAÚRSKURÐUR um breytingu á forsetaúrskurði nr. 120/2018, um skiptingu starfa ráðherra
FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt:
Samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með skírskotun til 15. gr. stjórnarskrárinnar, laga um Stjórnarráð Íslands, forsetaúrskurðar um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti og forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands er hér með gerð eftirfarandi breyting á forsetaúrskurði nr. 120/2018, um skiptingu starfa ráðherra.
1. gr.
3. gr. úrskurðarins orðast svo ásamt fyrirsögn:
Dómsmálaráðuneyti.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fer með stjórnarmálefni sem heyra undir dómsmálaráðuneytið skv. 3. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið dómsmálaráðherra.
2. gr.
Forsetaúrskurður þessi öðlast þegar gildi.
Gjört á Bessastöðum, 14. mars 2019.
Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)
Katrín Jakobsdóttir.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2019 kl. 14:19
Hahaha...Góður Guðmundur ! - Það er þetta með karmað...Hvar bítur það ?
Már Elíson, 16.3.2019 kl. 16:50
Ég veit ekki með karma, var bara að benda á staðreyndir.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2019 kl. 16:57
Afsettur ráðherra er álka mikill ráðherra og allir hinir á Íslandi, sem ekki eru ráðherrar. Þetta er nú ekki flókið.
Góðat stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 17.3.2019 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.