Góð umgengni við sjávarauðlindina er forsenda fyrir því að útgerðamenn fái að veiða

,,Kleif­a­berg hef­ur verið meðal feng­sæl­ustu fiski­skipa ís­lenska flot­ans. Afli skips­ins frá ár­inu 2007 hef­ur verið tæp 100.000 tonn og afla­verðmæti yfir 30 millj­arðar króna á nú­v­irði. Lang stærsti hluti þessa frá­bæra ár­ang­urs má þakka yf­ir­burða áhöfn á skip­inu. Ef skipið stopp­ar í 3 mánuði eru all­ar lík­ur á að sjó­menn á Kleif­a­bergi fái vinnu á öðrum skip­um. Með þess­ari ákvörðun er verið að leggja niður 52 manna vinnustað,“ er haft eft­ir Run­ólfi höfuð páfa í frétta­til­kynn­ingu." Segir í frétt Morgunblaðsins.

Það er nú ofmælt að verið sé að leggja niður 52 manna vinnustað.

Fyrir liggur að Kleifabergið hefur skilað miklum verðmætum úr sjó svo athygli hefur vakið. Ábyggilega er áhöfnin mjög dugleg og útgerðin í fantafínu standi.

En skildu þeir gramsa í auðlindinn og velja það vermætasta til að ná þessum árangri og hend hinu. Er ekki hægt að gera einhverja útreikninga á vermætum og bera saman við einhverjar stærðir og flokkanir. Þetta þarf að leið í ljós?

Framkvæmdastjórin véfengir upptökurnar og ætlar að skjóta sér í ,,skjól"? hjá sjávarútvegsráðherra og fá úrskurð í von um breytingu á niðurstöðu Fiskistofu. Augu allra eru á sjávarútvegsráðherra.

Ef rannsóknaraðili verður að fara í vitnaleiðslur verður að tryggja að áhöfnin fái vernd gegn hugsanlegum yfirgangi útgerðarinnar.

Á íslensku heitir það að mönnum verði ekki hótað að missa plássið ef þeir segja það sem rétt er.  Þetta er mikilsvert að hafa á hreinum.

Það er svo auðvelt að ógna mönnum með brottvísun, sem framkvæmtastjórinn er nú að vissu leiti búin að teikna upp að menn séu að fara annað. Ætli menn reyni ekki að þrauka þennan tíma frekar en að missa skipspláss á þessu annar frábæra skipi.


mbl.is Svipta Kleifaberg RE-70 veiðileyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Semsagt, margra ára gamalt myndband setur útgerð á hliðina og það er bara OK?  

 Brottkast var kúltur milli 70 og 80. Reykjafjarðaráll, Húnaflóadýpi, þegar Engelvörpurnar, eða flottrollin voru leyfð? Þú hlýtur að tala af reynslu, eða hvað? 

 Fiskistofa er steinrunnið fjall, ömurlegra eftirlitsmanna, sem aldrei gerðu annað en í eigin brók og öfundast út í þá sem virkilega standa sig.

 Það getur varla talist annað en fasismi, að sami aðili hafi eftirlit, leggji í dóm og síðan dæmi eftir eigin geðþótta, löngu seinna.

 Góðar stundir, með áramótakveðju að sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 7.1.2019 kl. 05:27

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Sæll Halldór, afhverju heldur þú að eftirlitsmenn öfundist út í þá sem standa sig? Eru eftirlitsmenn ekki á kaupi?

Getur þú útskýrt í hverju ömurleg heit eftirlitsmanna lýsir sér. heldur að þeir séu eitthvað að brjóta lög?

Þú talar um fasisma, ertu þá að hafa áhyggjur valdi pólitískt kjörins ráðherra til að úrskurða í þessu máli.

Ég get að vissu leiti fallist á þá röksemd þína  í síðust málsgrein, nema þetta fasistatal. Rétt væri að Fiskistofa hefði eftirlitið og kallaði síðan á lögreglu til að rannsaka málið að lokinni veiðiferð og eftir að hún hafi fengið allar skýrslur og framburði og þaðan færi málið til ríkissaksóknara, frekar en ráðherra fari að úrskurða eitthvað um þetta. Þeir eru nú oft bundnir sínum mönnum í landi og eru ef til vill ekki alveg ólutdrægir, fer náttúrlega efti kosningaframlögunum til flokka þeirra, sem erfitt er að henda reiður á.

En þá legg ég áherslu á að sjómennirnir njóti verndar löggjafans um að þeim væri ekki sagt upp að ósekju og reknir frá borði, ef framburður er á annan veg en útgerðin vænti.

Útgerð sem stendur sig jafnvel og þessi útgerð ætti nú að þola einhverja sveiflu og menn að hafa vernd af uppsagnarfresti.

Ég er að lesa Fóstbræðrasögu og þar er í tvígang sagt frá húsfreyjum sem hafa steypt niður úr keltum sínum digrumsjóðum til verndar mönnum sem voru lentir í vandræðum og sem þær báru ábyrgð á.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 7.1.2019 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband