Ég er alinn upp í torfbæ - burstabæ - sem var allur viðarklæddur að innan. Hann var ekki stór en notalegur og þar bjó bjargálna fólk. Jólin voru sérstakur tími.
Á aðfangadag kláruðu piltarnir gegningarnar á fyrra fallinu. Fjárhús voru birgð svo sem kostur var til að ekki fennti inn og dýrunum liði vel. Það var farið snemma í fjósið og ekki örgrannt um að kúm væri frekar hyglað með meiri töðugjöf og mingrað mjólkurdreitli í kálfinn. Við það var miðað að vera kominn inn fyrir útvarpsmessu kl 18 þegar heilagt var orðið. Ekki mátti spila, en allir voru á kafi í bókum um jólin.
Mikill hangikjötsilmur var í bænum og þegar farið var að líða að því allra heilagasta voru ljós tendruð, olíulampar, olíulugtir og kerti og sett inn í hvern króka og kima og var þetta allt saman mjög hátíðlegt.
Ég lenti í miklu taugastríði fyrstu jólin mín í sveit árið 1954 þá 8 ára gamall. Átti von á jólapökkum frá fjölskyldu minni, en á Þorláksmessu hafði engin pakki borist í hús og færð farin að þyngjast í sveitinni.
Ekki var laust við að ég væri kominn með skeifu og væri farinn að beygja af og orðinn heldur hnípinn. Fóstra mín taldi í mig kjark og fullvissaði mig að gjafirnar rötuðu á leiðarenda.
Á Þorláksmessukvöld, seint, kom mjólkurbíllinn en bílstjórinn átti heima í næsta hrepp kenndur við Bólstaðarhlíð, Bóas Gestur Magnússon, blessuð sé minning hans og kom hann með alla jólapakkana. Jólasveinarnir hafa sennilega teikað mjólkurbílinn og bundið sleðan aftan í bílinn. Bóas átti systur sem kom yfir Húnaflóan í Húnavatnsýslu Ríkeyu Kristínu Magnúsdóttur húsfreyju á Eyvindarstöðum gift Steingrími Bergmann Magnússyni Þau áttu 5 börn þar á meðal Guðrúnu Þórunni Steingrímsdóttur húsfreyju á Bollastöðum og Maríu Karólínu húsfreyju á Brandsstöðum og síðar á Leifstöðum, nú til heimilis á Auðkúlu. Þetta fólk er allt af Pálsætt af Ströndum. Dugnaðarfólk og vel gert.
Ég varð glaður og átti góð jól í 94 ára gömlum burstabæ að Syðri-Löngumýri og þakklátur þessum frænda mínum sem ég vissi ekki þá að væri frændi minn. Bóas var einstakur maður og greiðvikinn og börn hændust að honum. Það voru drjúg margir Strandamenn sem komu yfir flóan í leit að atvinnu, ástinni og búsetu.
Endurrituð bloggfærsla með viðbót.
3ja útgáfa
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.12.2018 | 12:48 (breytt 23.12.2022 kl. 12:12) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 91
- Frá upphafi: 566965
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 67
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.