Það er auðsjánlega ekki gott ástand í ríkiskerfinu og á sveitarstjórnarstiginu. Embættismenn virðast latir við að halda skýslum og álitum til haga og minna lesið en áður þó það ætti að vera hluti af daglegum störfum.
Nú mun ég segja eina sögu af slíkum atburði:
Fyrir margt löngu var auglýst deiliskipulag fyrir Laugarnes og var öllum gefin kostur á að gera athugasemdir. Nýtti ég mér það boð og sendi inn athugasemd. Laut hún meðal annars að því að eitthvað væri gert við Laugarnesið sem ,,Park" og lagði til að þar yrði þróaður Sjávarútvegsgarður. Þar væri hægt að vera með upphengda skreið og ýmislegt sem tilheyrði atvinnuháttum fyrri tíðar eins og margar menningar þjóðir gera í sínum löndum. Eitthvað fleir stóð í þessum athugasemdum sem ég er búin að gleyma. Þetta var svo sem lesið og þótti ágætt. Hætti ég svo að hugsa um þetta.
Upp úr þessu var athygli mín vakinn á því það mætti nú með lítilli fyrirhöfn laga ýmsilegt sem betur mætti fara í Laugarnesinu og margt væri framkvæmt þar í leyfisleysi. Fór ég að gefa þessum málum gaum og komst að ýmsu misjöfnu. Vegna ábendinga hefur borgin stundum farið í verk þarn á svæðinu en allt hefur það verið máttlaust.
Nú, nú, eitt sinn snemma morguns, þetta gerðist eins og í Hrafnkötlu, í skýringum Hermanns Pálssonar frá Sauðanesi professors í Edenborg, þar gerðust allir atburðir snemma morguns, sá ég steypubíl og steypudælubíl vera við vinnu niður í friðaðri fjöru á Laugarnestanga 65 . Þá varð mælirinn fullur hjá mér og ákvað að spyrjast fyrir um þetta hjá þar til bærum yfirvöldum, sem var þá byggingarfulltrúinn í Reykjavík. Vildi ég vita hvort þarna hafi verið gefið byggingarleyfi fyrir byggingu og hvað hún ætti að vera margar hæðir. ,,Þeir" fóru á vettvang og skoðuðu starfsemina. Reyndist hún öll ólögleg. Kölluðu þeir þetta óleyfisframkvæmdir. En lítið var aðhafst í málinu. Var þá farið að spyrja um þetta allt saman og varð fátt um svör og bréfum ekki svarað og allt í miklu fálæti. Var ég nú ekki kátur með fram gang málsins en var bara í þessu sjálfur og fékk mér engan lögfræðing, því þetta var ekki það flókið. Þarna sá hver maður að ekki var farið að lögum og engin vilji til þess að svo skildi verða.
Þar kom að þolinmæði mína þraut og sá ég að búið var að stofna nýtt embætti í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar ,,Umboðsmaður borgarbúa."
Nú bar vel í veið að velta þessu máli til hans og fékk ég fund og skrifaði ég bréf og laut kvörtun mín að því að bréfum væri ekki svarað. Umboðsmaður tók allt málið upp til skoðunar frá a-ö og skilaði áliti um málið og varð ég mjög ánægður með hans vinnubrögð. Auðvitað komst hann að því að borgin svaraði ekki bréfum, en það sem meira var, þá hóf hann sjálfstæða rannsókn á málinu og komst að því að aldrei var farið eftir því sem samþykkt var og engin viðurlög lögð á þó það væri hægt og var allt þetta mál í tómum lögbrotum.
Lagði hann fyrir borgina að hefja málið frá upphafspunkti og klára það eftir laganna bókstaf.
Féll þetta mál nú úr fókus hjá mér þar sem ég fluttist í Kópavog.
En þegar voraði fór ég á stúfana og bað um fund hjá Byggingarfulltrúanum í Reykjavík til að forvitnast um afdrif álits Umboðsmansn borgarbúa nr.7/2013. Það var nú snúið að fá fund en mér var boðið að hann hringdi í mig og gerði hann það og áttum við greinargott samtal um þessi mál. Þess ber að geta að nýlega urðu breytingar á mannahaldi embættisins, Magnúsi Sædal Svavarsson hætti en við tók Björn Stefán Halldórsson en Magnús sinnti þessu máli nokkuð. Um mitt sumar fór ég að skoða lagaálitið og tók þá eftir því að það var ekki stílað á byggingafulltrúann heldur sviðstjóra umhverfis og skipulgssviðs Ólöfu Örvasdóttur og afrit sent á mig. Þannig að það var ekki von að nýi byggingarfulltrúinn væri vel heima í þessu máli.
Bað ég nú um viðtal við sviðstjórann, en því var svarað að sviðstjórinn væri farinn í sumarfrí. Þar stendur málið. Sviðstjórinn fór í sumarfrí.
En Krakkarnir í Laugarnesi fóru í sumarfrí og slógu Bæjarhólinn og kirkjugarðinn í Laugarnesi og voru með viðburð í Maraþoninu á Laugarneshólnum. Mikið gaman.
Fyrrverandi ráðherra furðar sig á afdrifum skýrslunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.9.2018 | 10:58 (breytt 27.9.2018 kl. 19:25) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Um að gera að hengja upp skreið í Laugarnesinu hjá Hrafni Gunnlaugssyni en líklegt er að karlinn graðgi hana alla í sig um leið og færi gefst ef engir varðmenn verða á svæðinu til að koma í veg fyrir það.
Þorsteinn Briem, 26.9.2018 kl. 13:07
Já þú segir nokkutð. Þarna er náttúrlega veikur punktur. Eitt sinn fór ég í Laugarnesið og það var víst von á einhverjum viðburði þar þar hafði þá verið settur á vörður og stóð hann upp á moldarhauk og var þar kominn maður sem bar sig mjög hermannlega. Ég vék mér að honum og gaf honum, brjóstsykur.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 26.9.2018 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.