Það er ótrúlegt að svona geti gerst að einhver tekur sig til og rífur hús sem er friðað eins og stendur í frétt Morgunblaðsins. Mig langar að segja litla sögu af húsi sem nærri var farið sömu leið.
Á lóð Strætisvagna Reykjavíkur á Kirkjusandi stóð þurrkhús gamalt. Það var friðað og nýttist Strætó sem geymsla fyrir ýmist dót. Það hafði í gamladaga verið notað til að geyma saltfisk sem þurrkaður var á Kirkjusandi og breiddur þar til sólþerris en settur inn á kvöldinn á meðan á þurrkun stóð. Það má segja að í gegn um þetta hús hafi farið mikill auður og gjaldeyrisskapandi verðmæti, því saltfiskur var og er verðmæt útflutnigs vara. Nokkurs konar Seðlabanki.
Nú, nú á fyrri tíð starfaði ég hjá S.V.R í biðskýladeild og hafði starfstöð rétt hjá þessu þekkta húsi. Einn dag kómu menn frá Slökkvuliði höfuðborgarsvæðisins, mjög galvskir og fóru að bauka við húsið. Rifu járn af hluta þaksins og varð ég hissa á þessum tiltekktum. Næsta dag komu þeir aftur, enn hressari og munduðu mikilli rafmagssög. Fóru upp á þakið og skáru gat á það. Niður komu þeir auðvitað aftur og þá tók ég einn tali og spurði hvað þeir væru að gera. Nú við ætlum að nota húsið til að æfa reykköfun. Þá sagði ég að þetta hús væri friðað að ég best vissi. En viðkomandi vissi ekki betur en það ætti að rífa húsið.
Fór ég þá að kynna mér þetta mál og spurði mann sem hafði mannaforráð á Kirkjusandi hvað hann vissi. Hann taldi að húsið yrði rifið. Þá vatt ég mínu kvæði í kross og hafði samband við Sigrúnu Magnúsdóttur fv. borgarfulltrúa og þáverandi forstöðukonu Sjóminjasafnsins og bar þetta undir hana. Hún kváði og sagði að það væru þrjár tillögur á borðinu:
1. Að taka húsið í heilu lagi og flytja það af staðnum og gera það upp.
2. Að rífa það og merkja hverja spítu til varðveislu.
3. Að taka sýnishorn úr innviðum og geyma.
´Eg sagði henni málavexti og bað hana að athuga hvort ekki væri hægt að stöðva Slökkvuliðið sem hún sagðist mundu einhenda sér í. Daginn eftir beið ég eftir Slökkvuliðinu. Það kom ekki.
Seinna kom dráttarbíll og húsið var hýft á bílin og flutt upp í Gufunes og geymt þar. Síðan var það flutt niður í Slipp og byrjað að lagfæra það þar og klárað á þeim stað við höfnina sem það stendur nú á og þjónar nú sem veitingahús. Mjög glæsilegt hús sem heitir Tapasbarinn Vesturgötu 3b.
Sigrún Magnúsdóttir hefur kvatt mig að segja þessa sögu og verð ég hér með við því enda liggur það svo vel við í þessari frétt og kann ég Sigrúnu þakkir mínar fyrir snöfurlega framgöngu í þessu máli.
Fólk verður að vera á verði um sögu sína og umhverfi og ég er býsna kátur með þetta framtak okkar Sigrúnar Magnúsdóttur fv. umhverfisráðherra.
Lýkur svo hér að segja frá Þurrkhúsinu á Kirkjusandi.
Friðað hús rifið fyrir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.9.2018 | 22:36 (breytt 16.10.2021 kl. 12:36) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 130
- Sl. sólarhring: 245
- Sl. viku: 2044
- Frá upphafi: 571367
Annað
- Innlit í dag: 113
- Innlit sl. viku: 1820
- Gestir í dag: 109
- IP-tölur í dag: 109
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Glæsilegt!
Slökkviliðið er stórhættulegt, brennir hús úti um alla koppagrundir.
Þorsteinn Briem, 25.9.2018 kl. 12:58
"allar koppagrundir", átti þetta nú að vera.
Húsið er stórglæsilegt þar sem það stendur núna í Suðurbugt við Ægisgarð og gömlu verbúðirnar þar voru gerðar upp.
Einnig verbúðirnar á Grandagarði, þar sem sem nú eru alls kyns verslanir og matsölustaðir, eins og við Suðurbugt.
Sjóminjasafnið þar á milli stendur fyrir sínu og þar er nú búið að smíða fallegar göngubryggjur.
Og Marshall-húsið á Grandagarði 20 er núna glæsilegt listasafn, þar sem einnig er matsölustaður.
Allir þessir staðir eru í raun hluti af miðbæ Reykjavíkur.
Þorsteinn Briem, 25.9.2018 kl. 13:33
Veitingastaðurinn Tapashúsið var í þessu gamla saltfiskverkunarhúsi við Suðurbugt, Sólfelli, en Tapasbarinn í Vesturgötu 3b.
Þorsteinn Briem, 25.9.2018 kl. 14:03
Faxaflóahafnir sf. um Gömlu höfnina í Reykjavík:
"Á síðustu árum hefur orðið mikil breyting á starfsemi á Grandanum, í Vesturbugt og Suðurbugt.
Að auki hefur tilkoma Hörpu breytt ásýnd hafnarinnar og samhliða aukinni þjónustu og léttari starfsemi í Suðurbugt og á Grandanum dregið til sín gesti og gangandi.
Engin áform eru uppi um gagngera breytingu á starfsemi Gömlu hafnarinnar, enda mikilvægt að höfnin verði um ókomin ár virk sjávarútvegs- og atvinnuhöfn og haldi þannig einkennum sínum.
Þau svæði sem geta og eiga að vera opin almenningi munu áfram taka jákvæðum breytingum en þar er bent á þróunina við Suðurbugt þar sem hvalaskoðunarfyrirtækin eru flest, Vesturbugt næst Sjóminjasafninu Víkinni, þar sem byggðar hafa verið göngubryggjur, á Grandanum með aukinni verslun og þjónustu og svo loks á Norðurgarði þar sem umhverfislistaverkið Þúfan er orðin aðdráttarafl.
Í Vesturhöfninni er meginaðstaða útgerðar og fiskvinnslu, sem lykilatriði er að hlúa að, þannig að Gamla höfnin verði áfram eina höfuðborgarhöfnin í Evrópu sem státar af umfangsmiklum og framsæknum útgerðarháttum og fiskvinnslu.
Hér má sjá skýrslu sem gerð var árið 2013 um atvinnulíf í Gömlu höfninni."
Þorsteinn Briem, 25.9.2018 kl. 16:53
Þakka fróðlegan pistil.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.9.2018 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.