Það er ekki hlutskipti mitt að halda uppi vörnum fyrir Framsóknarflokkinn, enda er ég ekki skráður í flokkinn, hef einu sinni tekið þátt prófkjöri flokksins sem kjósandi og var skráður í flokkinn af einhverjum mönnum um fermingu, að mér forspurðum og það stóð ekki lengi. En ég þekki marga Framsóknarmenn í gegn um tíðina og margir þeirra eru kunningjar mínir.
En mér blöskrar purkunarlaus lyg Sigmundi Davíð og tilefnislausar árásir hans á Framsóknarflokkinn í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Haft er eftir Sigmundi í Morgunblaðinu i gær af þessu tilefni. Þar segir:,,Hann tíndi ýmis mál til en sagði að svik Framsóknarflokksins við landsbyggðina og íslenska matvælaframleiðslu væru átakanlegust".
Í Kjarnanum 22. des. 2017 stendur þetta, en þá áttu bændur og í raun öll landsbyggðin í miklum vanda:
,,Á fjáraukalögum er gert ráð fyrir að sauðfjárrækt fái 665 milljónir króna til að mæta markaðserfiðleikum í greininni. Greiðslurnar koma til viðbótar við beingreiðslur úr ríkissjóði samkvæmt búvörusamningum, sem nema 4,7 milljörðum að meðaltali á ári".
Eru það svik við landsdbyggðina og matvælaframleiðsluna að koma til hjálpar á ögurstundu? Auðvitað var Framsóknarflokkurinn ekki einn í því að ná þessu máli fram. Nú blasir sama staða við sauðfjárræktinni og má segja að nú sé ekki hægt að halda óbreyttri stefnu áfram og varla verður sett meira fé í umframframleiðslu á dilkakjöti. Útflutningsuppbætur voru afnumdar með lögum nr 46/ 1985
En að vera svona sár út í fyrrum félaga sína yfir því að hafa verið vikið burt úr formannssæti vegna skítugra Panamaskjala og að þurfa að grípa til svona málflutnings er með eindæmum. Og ráðast á fyrrum félaga sína, það er ekki stórmannlegt.
Gáttaður á svikum Framsóknarflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 13.9.2018 | 09:59 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 10
- Sl. sólarhring: 641
- Sl. viku: 1924
- Frá upphafi: 571247
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 1716
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.