En er glamrað um útflutning á dilkakjöti af ráðamönnum. Þetta er allt vel tímasett því nú er verið að berjast við offramleiðslu á dilkskjöti, eftir mikla fyrirhöfn að fækka og draga saman. Niðurfærslu og skerðingu og hverskonar samdrátt. Mikið skorið vegna riðuveiki. Jafnvel skorið á bæjum þar sem aldrei hefur komið upp riða og stofnin því þrautræktaður gegn riðusmiti og hefði átt að setja þar upp tilraunabú.( Brúsastaðir í Vatnsdal ). Mikið fé farið í þessar aðgerðir og markaðsátak.
Útflutningut á dilkakjöti hefur verið mýrarljós. Heimsmarkaðurinn er yfirfullur af ódýru kjöti sem fæst á dumings verði.
Vel að merkja er hér um að ræða bókun, en ekki haldbæran samning um magn og verð.
Auk þess að svona vegalengdir með vöru í loftflutningum eru þegar til á taka þeir flutningar sem valda mestri umhverfisvá, eyða miklu flugvélabensíni og valda útblæstri.
En íslenskir ráðamenn geta farið í réttir án þess að lenda í ryskingum og spurt bændurnar hvernig dilkarnir séu og sopið af fleygnum.
Ég hitt nokkra fjallamenn á göngum nú í vikunni. Tónninn var þessi: Féið er orðið svo feitt að það getur ekki gengið og það kann ekki að ganga og rennur lítið áfram. Þetta er allt bílflutt í afrétt og úr réttum. Auðvitða kannast maður við þetta og tók sjálfur þátt í þessu. Svo er fé allan veturinn á innistöðu og hreyfir sig ekkert.
Íslenska sauðkindin er vaxinn út úr umhverfi sínu, en eftir sem áður heldur hún uppi fjörin í réttum og göngum og ráðamenn sækja í sollin með kínversku bókunina frá Ni Yuefeng, en engan samning.
Það er réttmætt af Guðlaugi að líta hýruauga til innflutnings Kínverja á dilkjöti, sem var á síðastliðnu ári 125 þús tonn.
Sennilega væri ódýrast að koma ofan í Kínverjana einhverju af saltkjöti og vera ekki að flytja bein á milli Kína og Íslands.
![]() |
Lambakjöt til Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 8.9.2018 | 09:32 | Facebook
Myndaalbúm
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 75
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 118
- Frá upphafi: 578698
Annað
- Innlit í dag: 57
- Innlit sl. viku: 91
- Gestir í dag: 57
- IP-tölur í dag: 56
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.