Í dag er Blöndugil væntanlega smalað í tengslum við smölun á Auðkúluheiði. Það er erfið smölun og hættuleg aðgerð, því gilið er hrikalegt, klettar og sillur sem féð klifrar í. Lendir í sjálfheldu og þá er betra fyrir smalann að elta ekki. Fyrir neðan hefur Blanda bylt sér í aldanna rás og til búinn að taka við mönnum og fénaði.
Nú er þessar aðstæður breyttar. Blanda er bara smá sitra á meðan verið er að fylla Blöndulón, en er á haustin kominn á yfirfall.
Ég hygg að Blöndugil gæti verið áhugaverð en torrsótt gönguleið á þeim tíma sem verið væri að safna í lónið og ætti ferðaþjónustan að geta sótt viðfangsefni í þá gönguleið en þó allt með ítrustu varúð, því farvegurinn er svo að kalla þurr. Aldrei ætti að fara í gilið nema með leyfi og vitneskju sveitarstjórnar Húnavatnshrepps og vitund stjórnenda Blöndustöðvar.
Hér læt ég fylgja pistil, sem birtist í Húnavökunni riti Ungmennasambands A-Hún. 56 ár. 2016. Um aðstæður sem bændur geta glímt við í göngum á Blöndugili.
Frásögnin er frá eigin reynslu þar í glímu við lambhrútskettling og beri heitið Lambhrútur á Blöndugili:
,,Eitt sinn var ég í eftirleit á Auðkúluheið. Fórum við tveir saman, að fyrirmælum gangnastjóra sem þá var Jóhann í Holti, frá Kolkuskála, pislahöfundur og Sveinn Þórarinsson sem var maður laufléttur til göngu. Héldum við norður heiðina gangandi. Kom það í minn hlut að ganga Blöndugil. Gekk ég nú norður gilbarminn og bar ekkert til tíðinda fyrr en ég kem út í Landsendahvamm sem er nyrsti hluti Blöndugils fyrir framan eyðijörðina Þröm.
Þegar ég skyggnist niður í hvamminn sé ég að allvænnn lambrútur stendur bísperrtur á stórum steini og sneri í norðvestur sem og var vindáttin. Nú voru góð ráð dýr. Ef lambhrúturinn styggðist taldi ég að ég mundi ekki koma honum upp úr gilinu, hann færir fljótt í kletta eða ófærur auk þess að hann væri fljótur að uppgefa mig.
Fóstra mín sagði mér í æsku, hvernig refur veiddi rjúpu í skafrenningi. Hann einfaldlega læddist að henni hlé megin við vindinn. Ákvað ég að reyna þetta, auk þess að mikill niður var í ánni sem yfirgnæfði öll hljóð eða þrusk og kæmi sér vel fyrir mig. Taldi ég skárra að drösla hrútnum upp og uppgefast við það, fremur en að uppgefast við eltingaleik og tapa hrútnum í björg.
Mér til töluverðar undrunar tókst þetta bragð og greip ég hrútinn. Síðan var þrautin þyngri að koma honum upp úr gilinu. Það tókst samt og var ég örmagna þegar upp var komið.
Eftirleikurinn var auðveldur og setti ég bandspotta í hrútinn og var hann leiðitamur upp á vega þar sem gangnafélagar mínir biðu mín.
Best gæti ég trúað að þessi hrútur hafi verið af Séra Guðmundarkyninu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.9.2018 | 11:07 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 529
- Sl. sólarhring: 741
- Sl. viku: 1787
- Frá upphafi: 571093
Annað
- Innlit í dag: 480
- Innlit sl. viku: 1599
- Gestir í dag: 458
- IP-tölur í dag: 449
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.