Íslenska sauðfjárkynið er ekki sérstaklega gott til kjötframleiðslu.
Lengi vel deildu tveir doktorar um íslensku sauðkindina. Dr. Halldór Pálsson sem vildi rækta lágfætt kyn, en hann hafði fundið það með rannsóknum að þannig væri hægt að ná góðri kjötfyllingu. Dr. Stefán Aðalsteinsson vildi háfætt sauðfjárkyn og vísaði sérstaklega í að þannig gæti fjárstofninn betur komist ferðar sinnar um landið. Báðir áttu þeir sér fylgismenn í bændastétt og gátu orðið harðvítugar deilur út af þessu máli þegar bændur rökræddu um hrútaskrána og í göngum.
Að vísu er vöxtur lamba mjög hraður yfir sumarmánuðina og sauðkindin nýtir landsgæði vel og þolir veðráttuna. Því hentar þetta sauðfjárkyn okkur og landinu allvel. En er í raun frumbyggjakyn sem hefur fallið vel að lífsháttum þjóðarinnar og skaffað mat og klæði og ljósmeti í gegn um aldirnar. Svo er annað hlutverk sem sauðfé hefur það er að halda úthaga í góðu standi svo hann verði ekki auðveldur eldsmatur. En land sem stendur í sinuflóka er eldsmatur og brennur hratt.
Það er nokkuð síðan farið var að reyna að minnka lambakjötsfjallið.
En fjárframlög til að styrkja útflutning dilkakjöts voru lögð af með lögum nr. 46 1985.
Hvernig komið var fyrir þessari framleiðslu er í raun verk Alþýðuflokksins.
Þegar Viðreisnarstjórnin 1960 var að fjalla um þessi útflutningmál og tryggja bændum fullt verð með útflutningbótum, var samið við bændur um 10% útflutnings hlutfall sem yrði greitt fyrir. Á þessum tímapunktu varð nokkur miskilningnur milli ráðherra Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks um þessi mál og þróaðist málið þannig að það var alltaf greitt 10% á magnið sem alltaf varð meira og meira en alltaf var greitt 10%.
Dr. scient Björn S. Stefánsson fjallar ýtarlega um þessi mál í bók sinni Hjáríki sem kom út 1992 á bls.50 og fer ég ekki meir út í þá sálma en af þessu varð nokkur hvellur, en Einar Ólafsson í Lækjarhvammi samdi vel fyrir bændur.
Svo þegar útflutningsuppbæturnar voru afnumdar stóðu bændur upp á prjónanærfötunum og mikill sársaukasamdráttur var fyrirsjánlegur.
Mér sýnist sama staða blasa við bændu nú eins og 1986 og fátt um fína drætti.
Sauðfjárrækt er í raun frumbyggjaatvinnuvegur sem dregur fólk að atvinnuveginum og það það er gleði og glaumur í göngum og réttum og því á sauðkindin mikinn hljómgrunn Hún hefur meira atkvæðavægi en íbúar á þéttbýlli svæðum landsins. En menn vilja borga sem minnst
Ég ætla ekki að reyna að koma með hugmyndir hvernig er hægt að leysa úr þessum málum því þau eru það viðkvæm, þó ýmsar hugmyndir hafi verið reyfaðar. Þá standa ákvæði í stjórnarskránni uppi sem verja bændur fyrir því að hægt sé að ganga að geðþótt að þeim með valdboði. Og er hægt að minna á þegar Kári bóndi í Garði í Mývatnssveit seldi kjöt úr frystikistu í Kolaportinu hér um árið.
Þá sagði þáverandi landbúnaðrráðherra Halldór Blöndal, æ,æ, við skulum bíða eða eitthvað í þá áttina. Það er að koma lærð ritgerð eftir Sigurð Líndal, Stjórnkerfi búvöruframleiðslunnar og stjórnskipa Íslands.
Fækka þarf um rúmlega 100 þúsund fjár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.8.2018 | 18:56 (breytt kl. 18:58) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 28
- Sl. sólarhring: 402
- Sl. viku: 829
- Frá upphafi: 570126
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 739
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í minni sveit var allt étið, sviðakjammar og sviðalappir, og fólk graðgaði í sig augun en hundarnir bruddu beinin.
Fátæktin var mikil en menn höfðu ekki hugmynd um að þeir væru fátækir fyrr en sjónvarpið kom en þá tók Ómar Ragnarsson upp á því að sýna þar enn meiri furðufugla og vesalinga.
Þannig að fólk var almennt nokkuð ánægt með sinn hag í sveitum landsins þar til gríðarlegt kjúklinga- og svínaketsát kom til sögunnar, sem gerði nær út af við Framsóknarflokkinn.
Og nokkuð langsótt að kenna Alþýðuflokknum um það.
Þorsteinn Briem, 3.8.2018 kl. 01:02
5.2.2018:
"Innflutningur á svínakjöti jókst um 40% á síðasta ári og er nú hlutdeild þess á markaði hér á landi kominn yfir 25% en innlenda framleiðslan hefur lítið aukist á síðustu árum á sama tíma og erlendum ferðalöngum hefur fjölgað ört.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þar segir að þörf veitinga- og gististaða fyrir beikon í morgunmat fyrir stöðugt fleiri ferðamenn eigi þátt í því að innflutningur á svínakjöti hafi stóraukist á síðustu misserum.
Innflutningur á öðru kjöti hefur einnig aukist verulega, svo sem á nautakjötinu, en 35% aukning varð á innflutningi þess á síðasta ári."
Þorsteinn Briem, 3.8.2018 kl. 01:15
Kjötneysla hér á Íslandi árin 1983 og 2015, samkvæmt Hagstofu Íslands:
Kindakjöt 68% 1983 en 23% 2015,
nautakjöt 13% 1983 en 17% 2015,
svínakjöt 7% 1983 en 25% 2015,
alifuglakjöt 6% 1983 en 33% 2015,
hrossakjöt 5% 1983 en 2% 2015.
Þorsteinn Briem, 3.8.2018 kl. 03:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.