Það er tímabært að velta því fyrir sér hver eigi að eiga biðskýlin?
Nú liggur fyrir að þessi þáttur í almenningssamgöngu er í hálfgerðu uppnámi. Ef ekki nást samningar þá fara skýlin. Þetta er svona eins og bóndi sem á dráttarvél en á undir öðrum komið hvort hægt sé að slá áréttum tíma vegna þess að hann á ekki slátturvél. Þess vegna leitast allir góðir búmenn við að eignast hvortveggja. Hitt er líka þekkt að eiga með öðrum sem lukkast stundum en veldur oft ágreiningi eða að kaup verk í verktöku, sem getur oft sparað mikla fjárfestingu.
Þegar dönskuskýlin komu þóttu þau mjög falleg og féllu vel inn í umhverfið. Mikið af gömlum biðskýlum losnuðu og voru tekin heim , gert við þau og máluð. Þau komu svo vel að notum í nýjum hverfum.
Dönsku skýlin geta verið ágæt inn í þéttri byggð þar sem byggingar brjóta veðrið og gefa skjól, en ekki á berangri.
Nokkuð var talað um að svona opin og súg gjörn biðskýli hentuðu ekki hér á norðlægum slóðum. Mikil afföll og skemmdir hafa verið á dönsku skýlunum og er ótrúlegt hvernig skemmdarvargar hafa komist upp með það. Oft hefur það verið að því er mér skilst vitað innana unglingahópa hverjir standa að þessu og innan skólaveggja, en erfitt að upplýsa því engin vill upplýsa af hræðslu við að vera settur út í horn af vinum og félögum.
Kópavogsbær hefur gert nokkuð að því að kaupa ný glerskýli og reka þau sjálfur og það er mín skoðun að það sé farsælla til lengri tíma litið. Það er eins og meira ráðaleysi ríki í Reykjavík varðandi þessi mál en í Kópavogi. Viturlegt hefði verið að hafa sólarlagsákvæði í samningnum um dönsku skýlinn að þegar hann væri útrunnin væri hægt að kaupa þau á staðnum efti matsverði dómkvaddra manna.
Biðskýli á biðstöð er alger forsenda að almenningsamgöngur virki og þessi þáttur hefur setið svolítið á hakanum og ekki batnar ástandið ef hér skellur á biðskýlakreppa og einungis staurin stendur eftir og lítið skjól í honum og farþegar þurfi að standa í höm eins og hross í vondum veðrum.
Reyna að semja um skýlin í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.4.2018 | 11:05 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 14
- Sl. sólarhring: 269
- Sl. viku: 500
- Frá upphafi: 573837
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 450
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í Kópavogi skálkaskjól,
skrúfað fast er niður,
álfar margir út úr hól,
er þar fastur liður.
Þorsteinn Briem, 27.4.2018 kl. 16:08
Fyrsta sem fólk gerir í biðskýli er að leita að leiðartöflunni og síðan að fá sér sæti sæti. Nú hafað þeir í Kópavogi sett leiðartöfluna yfir sætisbekknum, þannig að það þarf að riðlast yfir þá sem á bekknum eru til að gaumgæfa leiðina. það gæti leitt til mítookæru ef allt færi á versta veg. Steini Briem viltu taka það mál fyrir í næstu vísu.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 27.4.2018 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.