Sprautubíl, sprautubíll ! ! !

Hér áður fyrr, þegar ekki var búið að malbika húsagötur og raunar fæstar. Þá var mikið ryk um allt í fötum og inn í húsum. Það þótti himnasending þegar vatnsbíllinn kom að sprauta og svo veghefillinn á eftir að laga holurnar. Þá var lítið kvartað, allir hamingjusamir að eiga nýstofnað lýðveldi, spánýtt úr kassanum. Svo þegar þessi sprautubílar komu í hverfið var kallað sprautubíll, sprautubíll hástöfum ( ekki hástöfunum á lyklaborðinu ) og allir hlupu upp til handa og fóta og eltu sprautubílinn í halarófu með lotningu og hrópuðu þessi orð. Þetta þótti viðburður í götunni og voru allir mjög sælir með sprauubílinn.

Litlu verður verður Vöggur feginn segir máltækið.


mbl.is 80% svifryks koma frá bílaumferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Ég man ekkert eftir sprautubílum enda var búið að malbika flestallar götur þegar ég var strákur, en sóparabílar voru mikið á ferðinni á 6. og 7. áratugnum auk götusóparanna. Enda voru göturnar alltaf tandurhreinar. Heldur enginn hundaskítur. Eina mölin var á gangstéttum sem enn ekki var búið að helluleggja, enda kallaðar "fortov" á þeim tíma.

Nú er Reykjavík orðin algjör skítahola full af ryki, möl og sorpi út um allt. Arfleifð Dags og vinstrivitleysinganna í borgarstjórn. Þetta er afleiðing þess að göturnar eru sjaldan eða aldrei þrifnar eða lagfærðar nema yfir hásumarið og þess að notað sé svikið malbik af lágum gæðum, sem er ekki endingarbetri en kaldur hafragrautur.

Ég vil núverandi meirihluta í minnihluta, en er ekki mikið fyrir að kjósa Sjallana af sögulegum ástæðum. Ef meirihlutinn heldur velli mun bjánum í borgarstjórn fjölga um sem því nemur skv. nýjum lögum um heildarfjölda fulltrúa.

Aztec, 26.3.2018 kl. 12:41

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mikið rýkur nú moldin í logninu, hefði hún amma mín á Baldursgötunni sagt.

Til að mynda var Snorrabrautin í Reykjavík þrifin fyrir um hálfum mánuði (14. mars), rusl sogað upp af gangstéttum við götuna af gangandi manni með þar til gerðu tæki í síðastliðinni viku og nú í dag var verið að sópa gangstéttirnar við götuna með vélsóp.

Hreinsun gatna og gönguleiða í Reykjavík

Þorsteinn Briem, 26.3.2018 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband