Nú vandast mál. Katrín vill að við förum að færa dagbók. Eitthvað samræmt Písa-dæmi. Ekki er nú öll vitleysan eins. Ég er nú yfirleitt með þetta á miðum eða sérvettum. Og núorði í símanum. Í gamladaga var maður með þetta á víxileyðublöðum, því þau voru allstaðar, þar sem maður átti leið um. Í bankanum kaupfélaginu, vegagerðinni eða búnaðarsambandinu. Það var að vísu ekki góð ráðsmennska, því stundum missti maður þetta frá sér og óðara var þetta komið útfyllt í bankann og undirritað og maður varð bara að borga. Þannig að þetta er kannski ekki svo vitlaust að hafa þetta svona. Maður kemst þá að því hvað hinir eru að gera, ef Katrín tekur þá upp og lætur þá lesa hvað þeir hafa afrekað. Það verður dálagleg skemmtun.
Nú, nú, mætti auðvitað fyrstur í vinnuna hérna í ráðuneytinu, því ég er húsbóndi hér og ekki gott ef það fera á flot að maður mæti seint og illa. Fékk mér kaffi og jólaköku settis í ráðherrastólinn og setti fæturnar upp á borð og fór að fletta Fréttablaðinu og lesa Moggann. Þar er nú ekkert að lesa lengur nema minningargreinar og Ferdinant. Hann er sko góður. Nú maður þarf ef til vill ekki að vera svona nákvæmur. Heyrið mér, þessi dagbók ætti bara að vera eyðublað svo það sé staðlað og skipulegt hvað maður segir. Sumir ráðherrarnir gætu farið að birta kvæði og skrifa bókmenntatexta og þá mundi Katrín falla fyrir slíku og þeir gætu farið að skora hærra hjá henni og þá væri allt skipulag farið og maður mundi ekki vita hvar maður hefði fólkið. Bið hana Dúfu að kanna málið.
Svo hófst skrúðgangan hjá fólkinu í ráðuneytinu með blöð til að skrifa undir og beiðnir um þetta og hitt. Skrifa hér og skrifa þarna, ná í votta og svona gekk þetta fram að hádegi. Ég sé það furðufljótt hvort óhætt sé að skrifa undir. Ef fólkið sem kemur með pappírana er rólegt, þá er í lagi að skrifa undir. Ef það er titrandi og flaumósa, þá þarf ég að vara mig og ef það er að tala um vorið og horfir út um gluggann þá vísa ég öllu frá mér.
Mér er illa við að fá skýrslur inn á borðið og eins er með lagaálit. Fæ venjulega einhverja í það að lesa slíkt og segja mér hvað skal gera í málum. Maður þarf ansi mikið að vara sig á bloggurum og þeim sem eru sí og æ, æpandi á vefmiðlunum. Það er eins og sumir hafi ekkert að gera. Þetta er fólk sem ég treysti ekki. Og sjálfur vil ég helst ekkert skrifa, bara hringja og tel það er öruggast. Bölvað þegar röddin í símanum segir að maður geti átt von á því að símtalið sé hljóðritað.
Fór í hádeginu á Bakarameistarann og fékk mér súpu og hitti nokkra karla úr kjördæminu. Og vælið í þeim maður, vegirnir eru að þeirra sögn alveg ónýir. Þeir hefðu átt að sjá drulluslörkin hér í gamla daga, Jésús Pétur. Hádegið fór í þessa menn og það var svo sem gott að spjalla og fá fréttir og ábendingar um hvað mundi virka.
Eftirmiddagurinn fór í það að klippa á borða hjá Eyþóri. Hissa á því að fá mig í þetta. Staðurinn var heiðingjahofið í Laugarnesvörinni. Það er opna það fyrir almenningi. Af hverju fékk hann ekki Gulla. Þeir talast ef til vill ekki við. Hvað ætli biskupinn segi yfir þessu, ég lendi ef til vill á svörtum lista.
Fór svo upp í ráðuneyti og tók til á skrifborðinu mínu. Nú verður maður að vera varari um sig að skilja ekki eftir miða. Skúringarfólkið getur hirt þá og látið Katrínu fá þá eða farið með þá niður í Eflingu og látið Sollu fá þá. Og sérstaklega ekki láta boðskort liggja á glámbekk. Það er vandlifað maður og erfitt að vera ráðherra og hentar sko aldeilis ekki öllum.
Upplesið og undirritað
Ráðherrar birta úr dagbókum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 9.3.2018 | 15:50 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.1.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 69
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mörgu undir stólinn stakk,
stal svo eins og gengur,
afskaplega illa drakk,
en engu nenni lengur.
Þorsteinn Briem, 9.3.2018 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.