Möguleikinn á að vera hamingjusamur

Það er nú skemmtilegt að velta hamingjunni fyrir sér.

Hægt er að hluta hamingjuna niður í þætti, svo sem heildarhamingju eftir lifað æviskeið, hvort það hafi verið gnótt af hamingju yfir ævina, svo sem barnalán fjölskyldumál, traustur fjárhagur, áföll. Þetta eru svona megin línurnar. En það dugir ef til vill ekki og þá kemur að smáatriðunum.

Ef til vill er hamingjan efnafræðiástand. Margir telja sig geta fundið eitthvað hamingjuástand með því að fá sér bjór eða vín.

Þá komum við að mismuninum á tveim mönnum sem standa út á nesi við vatn og eru að veiða. Annar er frekar luntalegur og hefur lítið gaman af veiðiskapnum, hinn er kenndur og heyrist í honum ,,sko hann er að taka" og landar þessari fínu bleikju 5 pund.

Hugsanlega vantar þann sem ekki er undir áhrifum áfengis, serótín eða dópamíni, hver veit. Efnafræðiproblem. Þannig að hamingja  er afskaplega undarlegt fyrirbæri. Þessi maður gæti þegar á heildina er litið verið hamingjusamur. Keypt sér bíl þegar hentaði og það gæti slegið á leiðindinn, þriðja manninum gæti dugað að ganga einn daginn hringin í kring um Tjörninina eða fara í framboð til borgarstjórnarkosninga.

Hamingjan getur að hluta til verið áunnið ástand í markvissu uppeldi þar sem glaðvær ríkir, öryggi og traust.

Sjálfur var ég að rifja  upp fyrir mér hvenær ég hafi verið fullkomlega hamingjusamur í bernsku. Þá var ég að reka kýr í haga, þó mér þætti það að sumuleiti ekki skemmtilegt þá var ég ekki að ölluleiti hamingjusamur. En eftirvæntingin við að hitta spóann sem átt sér hreiður á leiðinni gerði mig haminjusaman. Spóinn lék alltaf sama leikinn hann fór tímanlega af hreiðrinu og gekk vælandi í burtu og virtist halda að kúahópurinn mundi elta hann, á svip kúnna greindi ég bros. ,, Ósköp er hann vitlaus þessi, gátu þær hafa sagt" en nú var mitt sumar, Jónsmessa,en ekki þrettándinn 6. jan.

Á endastöðinni áður en ég steypti kúahópnum niður í dalinn í bithagana, beið mín steindepill í smalabyrgi alveg kex ruglaður og hefur sennilega talið mig hryðjuverkamann. Ég fór oftast að hreiðrinu að athuga hvernig gengi og þá ærðist hann alveg. Svona gekk þetta á meðan kýr voru reknar í úthaga. Svo var farið að beita á ræktaðland og þá hófust leiðindinn. Allt eins litbrigðalítið og fáfengilegt.

Eins var með stíginn, götuna frá bæ að fjárhúsum, hann var vellagaður eftir skóför aldanna, mjúkur og hlykkjóttur og U-laga.Það veitti hamingju að ganga götuna. Þar þekkti maður hvert kennileiti fyrir ofan var stóri steinninn sem þurfti að slá í kring um þegar farið var að slá túnið með vélum og litli steinninn sem álfar bjuggu í og svona. Þessi stígur veitt hamingju mikið fremur en hellulagðir stígar nú til dags.

Að vissuleiti er hægt að vera með aðgerðarplan til að verða ögn hamingjusamari og þar getur náttúran spilað hlutverk, vera að ganga og skoða blóm og grös, kanna staði og landslag. Einsetja sér að höndla hamingjuna. En þetta ástand er auðvelt að segja fólki svona á bloggi heldur en í að komast. Góðar stundir.

 


mbl.is Hvernig verðurðu hamingjusamari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband