Strætó er nauðsyn

Leiðarkerfi Strætó hefur þróast á löngum tíma eftir þróun byggðar. Stundum hægt og stundum í stökkum. Best væri að reynt væri að útfæra leiðarkerfið strax í skipulagsvinnunni.

Það er auðvitað margt sem þarf að gæta að þegar almenningsvagna kerfi er sett niður. Í fyrsta lagi þarf að vera biðstöð þar sem farþegar geta farið út úr vagni og inn í hann. Þá þarf að huga að búnaði og öryggi farþega á biðstöð og hvernig hún er staðsett.

Í könnunum hafa farþegar verið óánægðir með aðstöðu á biðstöð. Stundum er ekkert biðskýli og það gengur  náttúrlega ekki. Biðskýlið er ekki rétt sett niður og af rangri gerð. T.d vantar að það veiti nægjanlegt skjól, vantar réttan væng á það eða það snýr á móti öflugustu vindáttinni.

Þegar dönsku skýlin komu kvartaði fólk mikið vegna þess að þau voru ekki vindheld, en rifurnar sem eru á þeim til að þau splundruðust ekki í stórviðrum voru nauðsynlegar og angruðu farþega og þar var alltaf súgur. Ekki hefur verið nógu góð regla að vetri til við snjóhreinsun við skýlin. Venjan hefur verið sú að snjóplógurinn ryður bautina og lítið gert til að koma í veg fyrir að snjógarður hlaðist upp við farþega op skýlanna. Þetta veldur farþegum vandræðum að klofast yfir snjógarða. Síðan líður ,, ár og dagar" þar til grafa eða traktor kemur að hreinsa frá biðstöðinni. Þetta vinnulag kemur óorði á strætó og það spyrst út í jólaboðum og fermingarveislum.

Forgangsakreinarnar  voru mikil úrbót í leiðarkerfinu og glæsilegt þegar strætófarþegar gátu brunað frammúr  einkabílnum sem sat fastur í lestum eins og heybandslest við keldu í gamladaga .

Þegar stóra leiðarbeytingin var breyttist tími vagnanna, fór úr 20 mín fresti  og oft upp í 30 mín fresti, en reynt var að setja tímann á 15 mín á álagspunktum. Þetta olli ruglingi hjá farþegum að mínu mati en var auðvit til bóta að setja vagnana á 15 mínútur og eitthvað hagræði á blaði að stýra tímanum eftir álagi. 10 mínútna frestur var reyndur en það var of þétt og í mikilli umferðarös gat það leitt til að vagnar sömu leiðar lentu í því að aka hver á eftir öðrum. Held að gamla 20 mín kerfið sé færsælast en auðvitað kostar það meira en 15 mín og 30 mín eftir álagspunktu, sem reynt hefur verið.

Þá var sú athöfn að draga vangnana út  hverfunum og lengja gönguleiðir farþega ekki til vinsælda fallinn þarna var einhver formúla efti því hvort um einbýlishúsahverfi væri eða ræða eða fjölbýlishúsahverfi. Frægast var þegar öll skýli voru tekinn í burtu í Hamrahringnum upp í Gravarvogi og íbúarnir ekki spurðir, en voru svo sett aftur vegna óánægju íbúa um að leiðin væri aflögð. Þetta virkaði eins og stjórnendur væru ekki með fullu viti og vissu ekkert hvað þeir væru að fást við og kostaði vitaskuld morð fjár að vera þeysa sí og æ með biðskýli fram og til baka.

Auðvitað var veriða að spara. Það gafst illa þegar leiðin í Ármúla var hætt en þar var skóli og margt um manninn mikil verslun og farþegar þurftu að lengja gönguleið sína niður á Suðurlandsbraut, sem var gott fyrir heilsuna, en bílaumferðin jókst bara enn meir í Ármúlanum.

Þegar okkar almennigssamgöngur eru bornar saman við samgöngur erlendis er það ekki sambærilegt þar sem bornar eru saman milljónir manna á móti hundrað þúsundum manna, því verður þetta kerfi okkar alltaf erfiðara í rekstir.

Lestir á íslandi eiga erfitt uppdráttar því engin veit hvernig það kæmi til að virka í snjó og illviðri á Íslandi.


mbl.is Farþegum fjölgar en ferðavenjur eins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband