Massey Ferguson model ’58 Hd-301 60 ára

Eigendasaga:

Fyrsti eigandi var Erlendur Eysteinsson bóndi á Beinakeldu í A-Hún.Síðar oddviti og verkhugmyndafræðingur að Stóru-Giljá. Hann átti vélina í eitt ár.

Annar eigandi var Þórður Þorsteinsson bóndi og sýslunefndarmaður, Grund A-Hún. Hann virkjaði bæjarlækinn upp úr 1946 og var baráttumaður fyrir Blönduvirkjun Hann féll í sýslunefndarkosningum fyrir andstæðingum  Blönduvirkjunar í sinni heimasveit. Hann átti vélina til 1999. Vélin fékk alla tíð góða umhirðu og var aldrei þjösnast á henni.

Þriðji eigandi er Þorsteinn H. Gunnarsson fv. búfjárræktarráðunautur Búnaðarsambands A-Hún. og bóndi á Syðri-Löngumýri  og síðar Reykjum A-Hún. Einnig endurreisti hann jörðina Hnjúkahlíð í Blönduóshrepp 1985. Hann keypti vélina til að varðveita hana en notaði hana við hrossastúss að Hallanda Hraungerðishreppi Árnessýslu, þar sem hann lenti með hross sín eftir ábúðarlok. Hann hóf endurbætur á vélinni upp úr 2000 og lítur á verkið sem varðveislu menningarverðmæta og hluta af búnaðarsögu.

 Verkefnastaða

 

  1. Afturfelgur sandblásnar og þær málaðar
  2. Slanga ný í öðru afturdekki og heil afturdekk
  3. Framfelgur málaðar, dekk heil
  4. Þjöppuprófaður góð þjöppun, spíssar og olíuverk stillt, tímakeðja orðin rúm. Sigurður Skarphéðinsson vann verkið
  5. Ný uppgerður startari og stærri úr Ferguson TF20
  6. Húdd ryðbætt sandblásið og grunnað
  7. Grill sandblásið grunnað og málað
  8. Dynamór yfirfarinn. Nýr sviss. Sæti lagað
  9. Bretti viðgerð og sandblásin sætið sandblásið og allt grunnað
  10. Gírkassi opnaður og athugaður. Leit út eins og nýr. Reynir Pálmason
  11. Vélarbolur sandblásin grunnaður og málaður
  12. Yfirbygging sprautuð með rauðum lit
  13. Bretti sett á
  14. Miðöxull á frambita renndur og sett ryðfrí lega í bita Ingi Sigurbjörnsson vann verkið.
  15. Nýjar hosur á vatnskassa
  16. Eldsneytistankur grunnaður og málaður
  17. Mælaborð málað
  18. Ampermælir settur í mælaborð
  19. Sett nýtt stýri á vélina
  20. Lofthreinsari endurgerður
  21. Nýr 105 amper geymir
  22. Húddið sett á. Númer löguð og blettuð.
  23. Glóðarkerti og forhitari lagaður.
  24. Framljós endurgerð og löguð
  25. Setta stefnuljós á vélina
  26. Gangsett og allt virkar.

 

Margir vinir mínir hjá SVR og síðar Strætó hjálpuðu við þetta verk og eru þeim færðar bestu þakkir.

Þorsteinn H. Gunnarsson

Margir hafa spurt mig um dráttarvélina sem prýðir bloggsíðu mína hér á Moggablogginu og af þeim sökum finnst mér ágætt að skýra frá sögu vélarinnar og því sem hefur verið gert henni til góða í minni tíð.

Mikill áhugi hefur kviknað um að gera upp gamlar vélar, en lengst af hefur það verið einskorðað við gamla bíla. Þetta er gott  og skemmtilegt að sjá þennan mikla áhuga og margir glápa úr sér augun ef gamall traktor er barinn augum.

Það er hvetjandi að skrá eigendasöguna og hvað hefur verið gert við viðkomandi vél. Það gefur verkinu meira gildi.

Áhuginn fyrir Massey Ferguson er svo mikill að í síðustu forsetakosningum var einn frambjóðandi með eina slíka vél við aðaldyr kosningaskrifstofu sinnar.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband