Bændur munið að hleypa hrútunum tímanlega í ærnar.

Eitt sinn um áramót var ég að heimsækja gömlu sóknar- og fermingarkirkju mína að Svínavatni og fór að hugleiða að aldrei hafði ég heyrt í kirkjuklukkunum. Spurði ég bónda að því hvort eitthvað væri bilað. En hann hvað svo ekki vera. Það væri bar svo erfitt að fara í turninn. Þá spurði ég hvort ekki væri í lagi að hringja. Veður var stillt og hringingin mundi hljóma víða.

Bóndi hélt nú að það væri í lægi og upp klifraði ég, hafði aldrei fengist við þetta. En það kom þessi fíni hljómur úr bjöllunni. Bóndi gerðist nú ákafur og sagði að ég ætti að gera svona og svon og klingja saman og sundur á þá yrði þetta bráðfínt hjá mér. Hafði ég ekkert lag á þessu og bauð bónda að hjálpa honum upp stigan og var hann fús og ákafur til þess. Síðan togaði hann í spottana eftir kúnstarinnar reglum og kirkjuklukkurnar ómuðu yfir sveitina og báust hljómarnir yfir í Svínadalsfjall.

Nokkru seinna heyrði ég það að bændur hefðu heyrt þetta allt og stokkið til og talið þetta merki um að nú ætti að hleypa hrútum í ærnar og leyst hrúta sína en þá vildi ekki betur til en það urðu miklir hrútabardagar í Svínadal. En allt þetta gekk nú upp og bændur þokuðu hrútum í ærnar með hægðini og hundum sínum.

Að lokum læt ég hér fylgja eitt gullfallegt kvæði eftir bóndan á Kirkjubóli í Önundarfirði. Kvæðið er snilld.

Þér hrútar

1.
Þér hrútar, ég kveð yður kvæði.
Ég kannast við andlitin glöð
er gangið þér allir á garðann
að gjöfinni, fimmtán í röð.
Í heyinu tennurnar hljóma
við hornanna leikandi spil.
Það bylur í jötunnar bandi
og brakar við stein og þil.
 
2.
Í hóp yðar stöðvast ég stundum
og stend yður dálítið hjá.
Ég hallast við bálkinn og horfi
í hrútsaugun, skynug og blá.
Ég bökin og bringurnar spanna
og blíðlega strýk yfir kinn.
Þér heilsið með hornum og vörum.
Hver hrútur er félagi minn.
 
3.
Ég veit yðar látbragð og leiki
er losnar um fjárhúsvist.
Þá gangið þér greiðir í túnið
og gleðjist við atlögur fyrst.
Og margur er merktur og særður,
en minnstur sá hrútur er veik.
Og hugfanginn horfði ég löngum
á hornanna blóðugan leik.
 
4.
Svo fylgi ég ferlinum lengra.
Þá fagnið þér vorlífsins hag
er fetið þér snöggir til fjalla
einn farsælan góðviðrisdag.
Í háfjalla hlíðum og drögum
er hrútanna kjarnmikla beit.
Og sælt er að standa uppi á stalli
og stara yfir kyrrláta sveit.
 
5.
Er sólríku sumrinu hallar
þá sést yðar útigangsbragð.
Þér komið af öræfum allir
með aurugan, blaktandi lagð.
Þótt gott væri hnjúkinn að gista
við gróður og útsýni hans
þá lutuð þér herskáum hundum
og hrópyrðum smölunarmanns.
 
6.
Þar komið þér kátir og feitir.
Ég kannast við andlitin glöð
er haldið þér allir sem hópur
að húsunum, fimmtán í röð.
Á veggjunum villist þér ekki,
en vitið um hurðir og þil.
Svo heilsið þér herbergjum yðar
með hornanna leikandi spil.
5.
apríl 1931
Ljóð höfundar – Guðmundur Ingi Kristjánsson á Kirkjubóli
Heimild Húnaflói Kæða og vísnasafn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Svínavatnshreppi? hvaða bæ?

Örn Einar Hansen, 29.12.2017 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband