Á nú að hræða og skapa ótta í sjómannastétt

Skrifari var vetrarvertíð á Lofti Baldvinssyni á netum, ef fiskur datt úr neti um leið og verið var að draga inn reyndi stýrimaðurinn að ná honum og ef það gekk ekki hljóp skipstjórin frá stýrinu og aftur á bátaþilfar í von um að ná honum . Svona var menningin í þá daga. 1966.

Ýmislegt hefur nú verið skrafað og skeggrætt um brottkast á Íslandsmiðum svo sem að vænsti og verðmætasti fiskurinn sé bara hirtur og fiskurinn verði að passa í vélarnar.

En ég held að útvegsbóndin Guðmundur þurfi nú ekki að svo komnu máli að bregðast svona harkalega við þessum atburði, nema tilgangurinn sé að hræða líftóruna úr mannskapnum og skapa ótta. Nærtækast væri að kryfja þetta mál innan skips og spyrja skipstjóran og reyna að komast að hinu sanna með þeim hætti. En hið sanna kemur alltaf í ljós hvað sem útvegsbóndinn skekur og skelfir.

Skrifari var eitt sinn á fragtskipi sem silgdi á Rússlandi, þá var það einmitt svona aðfarir ógnarstjórn, að myndavélarnar voru teknar af manni og filmann dreginn út og eyðilögð. Það mátti ekkert sjást.

Nú er sjálfsagt misjafnt hvað veiðieftirlitsmenn hafa um málið að segja og vafalaust er ekki brottkast mikið þegar þeir eru um borð. En múkkinn lýgur ekki og í raun eðlilegt að Landhelgisgæslan rannsaki svona mál í víðu samhengi og leiði það til lykta. Er það ekki hlutverk hennar að gæta að umgengni við auðlindina?

 


mbl.is „Verður kært strax í fyrramálið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband