Sunnudaginn 12 nóvember 2017 hélt Jón Proppé listheimspegingur erindi um ofangreint viðfangsefni.
Má ef til vill segja að það sé afkvæmi sýningarinnar, Tveir samherjar sem sett var upp í Sigurjónssafni í Laugarnestanga 70 en það er oft eitthvað áhugavert að gerast á þeim bænum.
Þessir tveir samherjar voru Sigurjón Ólafsson frá Eyrarbakka og Asger Jorn. Báðir voru þeir við nám þegar seinni heimstyrjöldin hófst og nærri vettvangi þegar þjóðverjar hófu sókn sína inn í Danmörk með það að markmiði að hertaka landið.
Þessi mál eru mér nokkuð hugleikin ekki síst vegan þess að ég er með andspyrnugen í mér en móðuramma mín Karítas Skarphéðinsdóttir var þekkt baráttukona í verkalýðshreyfingunni á Vestfjörðum á sinni tíð og stofnandi kommunistadeildar á Ísafirði ásamt manni sínum Magnúsi Guðmundssyni og fleirum, fyrripart síðustu aldar. Kallaður Mangi fori. Sumir héldu að hann væri alltaf í forinni, en viðurnefnið fékk hann af því að hann var góður forsöngvari í Eyrarkirkju við Seyðisfjörð vestra. Og annar punktur sem snerti fjölskylduna að Nasistar skutu niður skip sem sonur þeirra hjóna, Þorsteinn Magnússon, var skipstjóri og systursonur Karítasar Hallgrímur Pétursson var stýrimaður. Þar leggja leiðir mínar og þeirra saman en ég ber nafn þessara manna. Skipið heitir Pétursey ÍS 100 og var það að flytja fisk til Bretlands.
Það má segja að andspyrna getur verið lífsnauðsynleg svo öfgaöfl og valdagráugir menn komist ekki að sjórntækjum þjóðfélagsins,séu þeir óvandaðir, því var þetta erindi Jóns Proppé ósköp tímabæri á þessu tímum sem verið er að mynda einkverskonar stjórn frá vinstir til miðju og frá miðju til hægri og öfugt og framm og til baka og enginn skilur hvað þýðir. Nema það á ekki að tala um það sem ágreiningur er um. ,,Stóru ágreiningsmálin." Þetta er einskonar sáttaklúbbur.
Jón fór mjög ýtarlega yfir samskipti og vináttu þessara tveggja manna, rakti áhugaverð verk þeirra og gerði grein fyrir áhrifum þeirra á hugarheim listamanna á þessum tína. Hægt er að nálgast erindi á vef listasafns Íslands:/www.youtube.com/watch?v=vdR0GtwsM6s.
Það verður að teljast mikil tíðindi að þjóðverjar létur þessa menn alveg eða að mestu leiti í friði þa sem þeir voru staddir með vinnu sína. Og þeir félagar færðu svo út kvíarnar og komu upp hópum og sellum sem störfuðu í andspyrnuhreyfingunni dönsku ens og ég skildi málinn. Ekki treysti ég mér að rekja útskýringar Jóns á öllum þessum listaverkum sem félagarmir voru að vinn að á þessum tíma, því ég hef enga þekkingu né burði til að fjalla um það. En allt þetta starf listamannann var þarft og þegar maður fer til baka og horfir á Sigurjón við vinnu sína í Laugarnesi þá gat maður ekki gert sér í hugarlund að þarna færi andspyrnumaður, frekar indjáni, því hann læddis oftast í kring um verk sín og var stundum með exi eins og Stóri Andi eða Svarta Fjöðrin. En gat verið skjótari en skugginn og kvikur ef því var að skipta.
Samtök þessara andspyrnumanna voru með bókaútgáfu og dreifirit eins og títt eru neðanjarðahreyfinga þar á meðal ritinu Helhesten sem gefið var út í Danmörku á árunum 1941-1944.
Að öðruleiti vísa ég á sýningaskrá sem á að vera til í Laugarnessafninu.
En gott fólk það er ekki nóg að góna á farsíman sinn og vona að eitthvað komi á skjáinn og eitthvað gerist. Það ert Þú sem ert miðdepill málanna og atburðanna og þú þarft að sýna frumkvæði.
Góðar stundir í guðs friði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 16.11.2017 | 11:19 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 8
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 1391
- Frá upphafi: 566775
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1242
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.