Sigmundur Davíð er hugsanlega búina að smita bændur af ofsónarbrjálaði. Nú sjá bændur draug í hverju horni fletta upp sængum, borðdúkum og skoða tómar brennivínsflöskur í fjallakofum og spyrja: ,, Er Þórólfur hér"? ,,Hvaða Þórólfur"? Það er nefnilega ekki sama hver Þórólfurinn er.
Bændur þora ekki að ríða undir brýr eða gil til fjalla af ótta við tröllinn. Og ríkasta löngun þeirra er að eignast geitfjárstofn eða mannýga hrúta til að getað stangað tröllið.
Það er þannig með þennan atvinnuvega að sá sem ekki gapir upp í bændur og hefur ef til vill aðra skoðun á þeirra málum. Hann er óvinur þeirra. Þeir eru sumir hverjir einstrengislegir með sín mál. Á tímabili héldu þeir að allt mætti gera og engin stjórnarskrá gilti í landinu um eignarrétt, nema eignarrétt þeirra. Héldu að þeir ættu allt hálendið og furðuðu sig á lögum um þjóðlendur og framvindu þeirra mál. Raunin var sú að bændur höfðu aldrei numið hálendið líkt og landamerki jarða höfðu verið bókfærðar með sérstakri löggiltri aðferð. Skýring: Kvígan og eldurinn.
Það var ekki fyrr en smá hópur bænda með Sigurð Líndal í broddi fylkingar og nokkra laganema komu fram með, Ritið Stjórnkerfi búvöruframleiðslunar og stjórnskipan Íslands. Þá var farið að glitta í allan blekkingarvefinn. Sumir vildu ekkert af þessari bók vita eins og hún hafi aldrei komið út enda hafði hún frekar ljóta sögu að segja. Þar var þróun löggjafar varðandi verðlagsmál rakinn allt frá því að Thor Jensen fv. búðardrengur á Borðeyri við Hrútafjörð vildi fá að selja mjólk beint frá býli frá Korpúlfsstöðum til Reykjavíkur. Þetta var svo sem ekki hetjusögu bók eins og fornritinn. en eigi að síður hluti af sögu þjóðarinnar á átakatímum mikilla breytinga í landbúnaði og byggðarröskunar.
En nú er sem sagt Þórólfur bændabani að haska sér að taka sæti í þessari verðlagsnefnd og bændur skjálfa. Ég held að þeir megi nú frekar skjálfa yfir brambolti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem er þessa dagana í mikilli sláturtíð á Framsóknarflokknum sem alla tíð hefur verið velviljaður bændum. Sigmundur er ekki með neina bók um hvernig því verki verður háttað, en hann er búina að láta teikna merkið og er ef til vill með einhvern leiðarvísir sem hann hefur skrifað í vetur þegar stund hefur gefist frá þingstörfum.
Bændur hafa meirihluta í þessari nefnd svo þeir hljóta að ráða við Þórólf. Hann er að vísu hár en bændur stuttir svo eingin veit hvernir þeir leikar fara. Passa bara að hafa alltaf 2 eintök af öllum skjölum og láta hann aldrei fá nema eitt, því hann er viss meða að rífa öll blöð og fundargerðabækur. Bændur ættu að efla hundakost sinn svo Sámur gamli geri þeim viðvart ef Þórólfur er á ferðinni.
Sjónarmið neytenda verða uppi á borðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.10.2017 | 09:51 (breytt kl. 11:13) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 573267
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.