Eitt sinn var bloggari í hestaferð með hestamannafélaginu Fáki. Komið var niður í Fljótshlíð af Fjallabaksleið syðri og var riðið þar sem heitir Goðaland og áð þar.
Bloggari hafði heyrt það að í Fljótshlíðinni væri byggð farin að grisjast hvað varðaði hinna hefðbundna atvinnuveg landbúnað, en tómstundabúskapur að vaxa og væru ríkir kallar að eignast jarðir þarna.
Nú,nú rétt í því að þessar hugsanir fara í gegn um höfuð viðkomandi ekur þá ekki dráttarvél MF 135 með heyþyrlu aftan í gamla og lúna, fram hjá og svona bóndalegur karl við stýrið. Þó ekki Gunnar Hámundason.
Bloggari segir þá stundarhátt: ,, Nú það eru þá bændur bara hér á hverju strái." Þá heyrðist sagt : ,,Nei, nei þetta er ekki bóndi." ,,Nú hvað er þetta þá." ,,Þetta er leikari sko sem er að leika bónda því það eru engir bændur hérna".
Auðvitað ættu bændur að ríða í litklæðum annað slagið niður Fljótshlíð.
Þegar komið var í Landmannahelli hugleiddi bloggari að gaman væri að hitta þar útilegumann með hyski sitt og búnað, en þar var bara sauðatað og vanhirt svæði.
Svona eru tímarnir spennandi og tækifærinn við hvert fótmál og nefnd að endurskoða búvörusamninga og eitthvað hlýtur að koma út úr því, peningar eða leikarastöður.
Eins og fortíðardraugar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.8.2017 | 10:35 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 573274
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.