Gluggað í gangnaseðla í A-Hún.

Hér áður fyrr var beðið með eftirvæntingu eftir gangnaseðlinum. Í honum voru fyrir mæli um, hvernig menn ættu að vinna saman að því að smala heiðar og viðlend heimalönd og greiða sín skil til hreppsins. gangaseðillinn var handskrifaður og voru sumarstrákar sendir með hann á milli bæja. eitthvað var um það að menn skrifuðu gangnaseðilinn upp og varð að berast tafarlaust á næsta bæ en venjulega settu bændur allt á minnið um sínar skildur svo lá þetta allt í loftinu og í umræðu manna á milli.

Gangnaseðillinn hófst á mjög virðulegum inngangi. Eins og einvaldskonungur ávarpaði þjóð sína: ,,Hreppsnefnd x-hrepps gjörir kunnugt". svipað orðalag og forseti Íslands notar þegar hann tekur ákvörðun um eitt og annað.

Nú,nú bloggari gerði það að gamni sínu að glugga í 3 ganganseðla í sínu gamla héraði Húnavatnshreppi. Það er fróðlegt að lesa þetta og seðlarnir erum mjög vel upp settir og glöggir og greina vel frá högum og aðstæðum bænda og þeirra skilum. Svo lítill blæbrigða munur er milli gömlu hreppanna á framsetningu. T.D byrjar gangnaboð Bólstaðrhlíðarhrepps hins forna á kjarnmiklu kvæði sem er ágætlega viðeigandi. Göngur eru misflóknar. Eindregnastar eru þær hjá Svínhreppingum og Torflækingum, þ.e. smölun Auðkúluheiðar og Sauðadals og hrossahólfs fyrir framan Hrafnabjörg í Svínadal

Hjá Vatnsdælingum og Þingbúum eru alskonar lönd og partar sem þar að smala. Þar raskt bloggari á tilmæli sem hann hefur ekki séð áður í gangnaseðli en það er 2.liður í tilmælun sem eru fjölmörg til þess að alþýða manna skilji alvöru máls, að   ,, æskilegt er að gangnamenn noti áfengi hóflega." Þetta setur auðvitað strik í reikningin þegar komið verður í áfanga að kvöldi að fá skilgreiningu hjá gangnastjóra á því hvað er hóflegt. Venjan hefur verið að drekka það áfengi sem er í boði fyrir þann daginn þá það er upp urið.

Þennan fróðleik er hægt að finna á heimasíðum sveitarfélaganna. Nú eru þessi stjórnunarstörf á hendi fjallskilanefnda eða stjórna en ekki hreppsnefndar og þetta eru virðingastöður.

Menn fara fram á heiðar til að kanna ástand afréttanna í byrjun sumars og gefa svo út tilkynningu hvenær reka má á fjall.

Að loknum göngum koma svo réttirnar og þá verður nú fjör með góðum ,,drætti" og réttarballi og söng. Svona leikur nú sauðkindin mikið hlutverk enn og kaupstaðarfólk kemur á stórum jeppum og í fötum sem eru smart og allskonar höfuðfötum.

Hér koma svo 2 gangnavísur af Auðkúluheiði.

Mér fyndist lífið lítinn færa yl
og lánið ekki vera þá við stýrið,
ef að sauðkind engin væri til
og ekki heldur gangnaævintýrið.
 
Hallgrímur Sveinn Kristjánsson bóndi Kringlu
 
Klút og pontu kann að meta
kær er einnig stúturinn.
Léttan Blesa lætur feta,
lifi gangnaforinginn.
 
Haraldur Karlsson bónd Litladal

 


mbl.is Fyrstu fjárréttir um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir þetta. Bjarni oddviti á Efri-Mýrum handskrifaði seðilinn sem notaður var í Engilhlíðarhreppi þegar ég var þar í sveit 1950 til 1954. 

Ekki var vanþörf á að takmarka drykkju í Skrapatungurétt. Þar voru sömu mennirnir ölvaðir ár eftir ár og slógust, til dæmis feðgar einir sem óþarft er að nefna. 

Þetta var mikið ævintýri fyrir ófermdan strák. 

Ómar Ragnarsson, 24.8.2017 kl. 19:49

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ómar, þú varst nú heppinn að lenda hjá Björgu í Hvammi í Langadal og hennar fólki. Það var nú oft gaman að sjá Runólf þegar hann fór að hristast og hlæja og þá fóru allir að hlæja í kringum hann. Mér finnst stundu ég sjá þessa takta í þér. Fjórðungi bregður til fósturs segir máltækið. Kveðja Þorsteinn

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.8.2017 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband