Saga af sjálfsbjargarviðleitni Húnvetninga

Við hjónin vorum eitt sumar við túnamælinga í A-Hún á svæði sem lá að Húnaflóa og áttum rétt á að fá að borð á viðkomandi bæjum.

Húsfreyjur vildu gera vel við gestina og heimilisfólk var alúðlegt.

Það brást ekki að við fengum oftast besta mat sem samanstóð að soðnum eða steyktum lax og svo var rauður rabbabaragrautur með þykkum rjóma út á. Það verður að segjast eins og er að nokkuð var þetta leiðigjarnt til lengdar en auðvitað gengum við aldrei út eins og hundarnir í Borgarfirði, þegar lax var nefndur, það hefði verið dónaskapur.

Eitt sinn spurði ég bónda hvaðan allur þessi lax kæmi. Bóndi varð undurfurðulegur á svip og flæmdist undan spurningu minn, þar til hann sagði; ,, Nú hann syndir hér framhjá og er stoppaður á rauðu ljósi, maður."

Gott svar og féll tal þetta niður.


mbl.is Regnbogasilungur veiðist á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband