Sérstæð og virðuleg útför Sigríðar Kristinsdóttur góðrar baráttukonu fór fram í Neskirkju í gær. Athöfnin hófst á því að sungin var Maístjarnan eftir Jón Ásgeirsson við texta Halldórs Laxness. Að því loknu flutti eiginmaður Sigríðar Jón Torfason ávarp og drap á ýmsilegt eftir lifað æviskeið og sagði að Sigga hefði tekið hann að sér og þau hefðu gengið saman í hinum ýmsum göngum, en aldrei kom hann með hana í göngur á Auðkúluheiði. Síðan var Ingi T. Lárusson tekinn til kostanna við kvæði Páls Ólafssonar, Sumarkveðja, þ.e.r. Ó blessuð vertu sumasól. Því næst var lesin Kveðja til Eskifjarðar, en Sigga var Austfirðingur. Þá las Erna Kristín Frásögn eftir Sigríði sem fjallaði mikið um þróun bóklesturs hennar og efnisval. Næst kom Minning sem Torfi Stefán Jónsson flutti og var hann búinn að flytja minninguna raunverulega áður en viðstaddir áttuðu sig á innihaldinu og rokinn úr pontu. Kom þá í ljós að þetta var kökuppskrift og taldi konan mín að hún væri að pönnukökum, dáldi fyndið og óvænt í jarðaför, en vissulega verða allir að borða pönnukökur. Næst söng Hildigunnur Einarsdóttir Fylgd eftir Sigurð Rúnar Jónsson við kvæði Guðmundar Böðvarssonar. Þá var komið að hinum hefðbundnu Minningarorðum sem ekki voru flutt af presti eins og venja er, en sem er engin skylda. Ögmundur Jónasson fv formaður B.S.R.B og ráðherra flutti.
Ögmundur þekkti Sigríði vel sem samstarfskonu víða og mæltist honum vel og fór hann nærfærnum orðum um hennar lífshlaup og eðliskosti. Næst var samsöngur Áfram stelpur, þjóðsöngur Rauðsokkahreyfingarinnar og tókst það vonum framar. Völuvísa var upp lesinn af Jakobi Þór Einarssyni. Ég náði því ekki alveg, en einn fv. ráðherra VG sagðist skilja þetta allt saman. Auðvitað var verið að minna á að þeir sem véluðum um fullveld Íslands gætu átt ýmsilegt á hættu. Kynslóð okkar Siggu söngi í rútum hér áður fyrr ,,Svík þú aldrei ættland þitt í tryggðum," það er mergur málsins og svo átti maður að drekka sig í hel ef það færi úr skorðum. Ingi T. var ekki látinn liggja á liði sínu og söng sönghópurinn Eflur, Ég bið að heilsa, kvæði JH. Þegar hér var komið sögu gekk prestur fram og bað alla að standa upp á meðan moldun fór fram. Að því gerðu var spiluð upphafstónar að Internatioalinum og þegar líkmenn hófu kistu Sigríðar Kristinsdóttur á loft var sungið hátt og snjallt Fram þjáðir menn í þúsund löndum og var þetta eftirminnilegt. Eitthvað var um íhaldsmenn þarna og voru þeir býsna borubrattir, miðað við þeirra kröppu aðstæður sem þeir voru skyndilega lentir í, þegar þeir gengu út undir fjöldasöng, margra gamalla Allaballa, á sínum vinsæla baráttusöng og fór vel á því. Lýkur svo hér að segja frá útför Sigríðar Kristinsdóttur Ættaðri að Austan en gift góðum Húnvetningi. P.S viðstaddir vinir og vandamenn þáðu veitingar í safnaðarheimili Neskirkju og var margt skrafað um lífið og tilveruna og stjórnarfarið, maður lifandi, það þótti nú ekki merkilegt.
Heimild: Útfararskrá afhent kirkjugestum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.7.2017 | 09:42 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.11.): 1
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 566875
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.