Yngsti skipbrotsmaður Íslandssögunnar

Hér er saga af yngsta skipbrotsmanni Íslanssögunnar.

Saga af skipbrotsmanni:

DSC00007Frændi minn einn lítill var skipbrotsmaður fjögurra ára í Drangajökulsslysinu 1959 og var vafinn inn í þjóðfána Hollands því ekkert annað var við hendina þegar farið var frá borði á sökkvandi skipi. Það veitti öryggi að hafa hald á stráknum í fánanum. Móðir hans og systir mín Halldóra Gunnarsdóttir, þau komust í gúmmibjörgunarbát sem svo var bjargað af enskum togara. Faðir hans kom svo syndandi frá skipi sínu því hann fór síðastur frá borði eins og góðum skipstjóra sæmir.

Nú, nú báturinn var hálffullur af sjó og vosbúð á fólki og strákurinn sat í damminum en báturinn var hálffullur af sjó. Þá kallar hann ,,mamma ég þarf að pissa" og móðirinn svarar strax,, Pissaðu bara Gunni minn þar sem þú ert" strákurinn var eitthvað tregur til og vildi ekki pissa þar sem aðrir sátu í damminum. Vildi sem sagt pissa út fyrir en var náttúrlega haugblautur og skipti ekki máli þó hann pissaði í bátinn en það vildi strákurinn ekki af tillitsemi við félaga sína. Svona geta menn verið nákvæmir í lífsháska.

DSC00039Gunnar Hauksson er sennilega yngsti skipbrotsmaður Íslandssögunnar sonur skipstjórans Hauks Guðmundssonar frá Gerðum í Garði.


mbl.is Fögnuðu sjómannadeginum í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

smile

Hörður Halldórsson, 11.6.2017 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband