Í miklu riti Íslenskir kommúnistar eftir Hannes Hólmstein Gissurason er greint frá því að farið hafi verið í það að safna fyrir dráttarvél fyrir rússneska bændur. Til er saga af þeirri söfnun um ömmu mína og afa Karítas Skarphéðinsdóttur Og Magnús Guðmundsson á Ísafirði.
Lengi vel hélt ég að þessi saga af söfnuninni væri þjóðsaga en hún er skráða í þessa bók og varla lýgur HHG. Ingibjörg Steinsdóttir eiginkona Ingólfs Jónssonar, bæjarstjóra á Ísafirði um 1930 dreif söfnunina áfram.
Allir reyndu að gefa eitthvað, en amma og afi voru fátæk en vildu láta eitthvað af hendi rakan og drógu því af hendi sér giftingarhringana og settu í pottinn. Svona var hugsjónin sterk að framfylgja málu fram með þessum hætti.
En af hverju var ekki safnað fyrir dráttarvél fyrir íslenska bændur? Þeirri spurningu enn er ósvarað. Sennilega álitið að Framsóknarmenn gerðu það.
Nú, nú, ekki veit ég hvaða tekund af dráttarvel var keypt og hvað varð um vélina. Hvort hún hafi verið gerð upp og sé til sýnis á safni, veit enginn.
Bloggari fór með rútu frá Helsingi til Pétursborgar í Rússlandi, nú nýverið og skimaði grimmt eftir traktorum og sá fá.
En mikið gull sást í alskonar skreytingu í kirkjum og hefur gullið sennilega verið brætt til skreytinga.
Skrautið í íslenska búningnum varð amma að lát af hendi vegna ógreiddrar húsnæðisskuldar til leigusala síns, því hú vildi deyja skuldlaus við guð og menn. Þó hún efaðaist svo sem um tilvist Guðs eins og svo margir kommúnistar sem sést á því að hún lét ekki ferma yngstu dóttur sína Pálínu Magnúsdóttur, en Pálína lét ferma sig þegar hún varð sextug og er sennilega elsta fermingarbarn á Íslandi. Séra Pétur Sigurgeirs biskup framkvæmdi athöfnina.
Í morgun hlustaði ég á þátt í Ríkisútvarpinu á rás 1 sem heitir Ég heiti Karístas Skarphéðinsdóttir.
Þátturinn er skínandi fallegur og vel gerðu. Og hafi þeir þökk fyrir sem hann unnu og komu honum til skila. Kærar þakkir.
http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/eg-heiti-karitas-skarphedinsdottir/20170605
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.6.2017 | 15:15 (breytt kl. 19:47) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 566867
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.