Ég er nýkominn frá Pétursborg í Rússlandi. Var þar fyrir 54 árum og þá hét borgin Leningrad. Á þeim tíma fórum við eiginlega ekkert upp í borgina, en nú ókum við mikið um og skoðuðum margt. Þetta var stórkostleg ferð og margt að skoða. Margar glæsilegar kirkjur frá keisaratímanum mikið skreyttar og mikill íburður og hafa kostað sitt. Ekki er ég hrifinn af kirkjubyggingum og bruðli með auð við byggingu þeirra, frekar hefði ég eytt fjármagninu í að auka búsmala og leggja sjálfbrynningu í haga og byggja gripahús ef ég hefði verið keisari. En ég er ekki keisari aðeins fv. smákóngur norðan úr Húnavatnssýslu sem baslaði sem leiguliði alla mína búskapartíð.
Við sáum margar gerðir af fjölbýlishúsum frá ýmsum skeiðum. Sum eru illa byggð og er verið að rífa þau aðrar eru vel byggðar og fóru Rússar að einkavæða þær. Það gerðu þeir með því að selja þeim sem í þeim búa á verði sem var viðráðanlegt. Ekki eins og hér heima þar sem selt er dýrt og unga fólkið sett út á klakann. Hópurinn fór með lest til Helsingi og skoðuðum við Síbelisusargarðinn. Þar er magnað listaverk. Pípur sem flauta í vindi. Þegar komið var í rútuna flautaði ég inngangsstef að Finnlandiu efti Síbelius í mikrafóninn og var gerður ágætur rómur af því. En sem sagt aðeins önnur áhersla á einkavæðingu íbúðarhúsnæðis í Rússlandi en hér heima.
Pétursborg er glæsileg og vel við haldið og hreinleg. Allar búðir fullar af vörum, fólkið vel klætt og kynþokkinn lekur af rússneskum konum. Bílar og umferð að vestrænni fyrirmynd. Þetta er önnur mynd en mjálmið sem kemur frá frjálshyggjuliðinu.
Feikna góðir fararstjórar Pétur Óli ættaður frá Vindheimum í Skagafirði og Gísli Jafetsson framkvæmdastjóri Félags eldriborgara í RVK og nágrenni. Svo voru tvær konur líka fararstjórar, rússneskar.
Fasteignaverð hækkar um 13,8% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.6.2017 | 09:45 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 552
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 490
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.