Óheimilt að refsa tvisvar fyrir sama brot

Eins og ég skil þetta þá er óheimilt að refsa tvisvar fyrir sama brot.

Þá er ástæða til að íhuga það sem tíðkast hér varðandi umferðarlögin þar sem fólki er refsað fyrir umferðalaga brot, með sektum og svo er bætt við punktum sem geta hlaðist upp og endað með ökuleyfissviftingu.

Það er nú merkilegt að Hæstiréttur lætur máta sig trekk í trekk.

Held að dómarar í Hæstarétti ættu nú að fara að hittast á kaffistofunni og ræða hvað sé hægt að gera í stöðunni. Það er útilokað fyrir réttinn að halda svona áfram og verða heimsskítsmát í orðsins fyllstu merkingu.

Borgararnir get ekki sætt sig við það lengur að þurfa að fara til dómsstóla yfir hafið eins og á dögum Jóns Hreggviðssonar með ærnum kostnaði og áhyggjum.

Hæstiréttur verður að hverfa frá villu síns vegar. Spurning hvort ekki væri gott fyrir dómara að fara í námsleyfi.

Var það ekki hjólreiðamaður sem byrjaði með það að raglast í réttinum?

Og nú þetta.

 


mbl.is Fordæmisgefandi fyrir fjölda mála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að ekki talað um alla sem hafa mátt þola dóma án þess að hafa gert nokkurn skapaðan hlut af sér.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.5.2017 kl. 11:49

2 identicon

Þetta heitir "non bis in item" ... og lönd sem bregðast frá þessari reglu, eru talin "villimannaríki".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.5.2017 kl. 19:49

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einmitt, þessi regla útleggst á íslensku þannig að "það má ekki refsa tvisvar fyrir sama glæp". Slíkt á ekki að viðgangast í ríki sem segist vilja vera sannkallað réttarríki.

En var einhverjum refsað tvisvar?

Hefurðu lesið dóm MDE í málinu? Hefurðu lesið tvo dóma héraðsdóms í málinu? Hefurðu lesið tvo dóma Hæstaréttar í málinu?

Það var aðeins einu sinni dæmd refsing.

Raunverulega stórfréttin af málinu er hins vegar sú að endurákvörðun skatta vegna rangra skattskila (með vanskilaálagi að sjálfsögðu) sé allt í einu orðin að ígildi fangelsisdóms.

Vonandi er Mannréttindadómstóll Evrópu viðbúinn þeirri flóðbylgju mála sem hljóta að koma í kjölfarið frá þeim sem telja sig hafa sætt óréttlátri málsmeðferð af hálfu íslenskra skattayfirvalda. Því fátt er Íslendingum ógeðfelldara en að þurfa að borga skatta og er það helsta þjóðaríþrótt þeirra að reyna að komast hjá því. Gleymum því ekki að landið var beinlínis numið af skattaflóttamönnum.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.5.2017 kl. 20:27

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mér var refsað mörgum sinnum fyrir að taka ruslinukökur í óleyfi úr sömu kökukrusini þegar ég var smá strákur, þar af leiðandi að ræna sama bankan mörgum sinnum þá væri mér refsað mörgum sinnum, nema að ég heiti Óli, en er það hinn rétti Óli, eða einhver annar Óli?

Spyrja kerlinguna hans Óla, en hvernig vitum við að það sé kerlingin hins rétta Óla sem við spyrjum, eða einhver önnur Óla kerling?

Það má sjá á þessu að sakamál á Íslandi geta verið mjög flókin.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 19.5.2017 kl. 02:19

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vill að ríkið áfrýi til yfirdeildar MDE | RÚV

"Fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn, Boštjan Zupančič, telur úrskurð dómstólsins í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar byggðan á misskilningi. Niðurstaðan var sú að íslenska ríkið hefði brotið gegn ákvæði mannréttindasáttmálans um að hvorki skuli saksækja né refsa mönnum tvívegis. Það telur Zupančič ekki eiga við og að íslenska ríkið ætti að áfrýja úrskurðinum."

Misskilningurinn er auðvitað sá að endurálagning skatta vegna rangra skattskila sé einhverskonar ígildi refsingar. Það er hún að sjálfsögðu ekki heldur einfaldlega leiðrétting í því skyni að koma skattskilum viðkomandi aðila í lögmætt horf.

Það er ekki endilega glæpur að telja rangt fram til skatts en komi slík mistök í ljós er það venjulega leiðrétt með endurálagningu í samræmi við skattalög. Hitt er svo annað mál hvort að um mistök hafi verið að ræða eða ásetning til skattsvika, sem þarfnast sjálfstæðrar skoðunar. Ákæran í málinu sneri að því síðarnefnda, skattsvikum, og fyrir það var aðeins einu sinni dæmd refsing.

Það er í raun verðugt rannsóknarefni hvernig lögmönnum sakborninga virðist hafa tekist að plata dómara Mannréttidadómstóls Evrópu og telja þeim trú um að leiðrétting álagningar skatta í samræmi við skattalög feli í sér einhverskonar refsingu. Það má jafnvel velta því fyrir sér hver sé ábyrgð málflytjenda sem þannig standa að því með vitund og vilja að blekkja dómstóla.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.5.2017 kl. 15:12

6 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þetta er merkilegur punktur Guðmundur með leiðréttingu eða endur álagningu sem þú nefnir.

Auðvitað er endurálagning ekki refsing. Það þarf að gefa þessu gaum.

Ég hef enga aðstöðu til að fara ofan í þetta mál og enga þekkingu, þannig að ég læt hér staðar numið.

Þakka innlitið.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 19.5.2017 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband