Deilt er um lögmæti innviðagjald. Nú er ég ekki löglærður en hef aldrei heyrt um svona gjald sem á koma á til að fjármagna ýmiss samfélagsmannvirki í sveitarfélagi. Nafnið kemur ekki upp þegar það er googlað svo varla er það til í lögum.
Þá er það spurning um hugmynafræðina. Það má segja að hverri fasteign þurfi að fylgja ýmsiss þörf þjónusa, en hvar á að draga mörkin. þarf að fjármagna apótekið, barinn og biðskýlið o.s.frv.
Gamalt fólk sem flytur úr Vesturbænum og í annað hverfi og komið úr barneignum á hverju þarf það fjármagna barnaskóla eða strætó í nýju hverfi með skatti á íbúðina, búið að inna skildur sínar með sköttum í gamlahverfinu.
Ætti það þá ekki að fá inneignarmiða til að fara með í nýja hverfið fyrir gamla góssinu.
Venjan hefur verið að fjármagna framkvæmdir sveitarfélaga á fjárhagsáætlun og lendir á sveitarstjórnarmönnum að taka ákvörðun um fjármögnun og er það oft gert í bland við pósta sem ríkisvaldið hefur umráð yfir. Það er vont mál þegar stjórnvaldið teigir sig umfram lagaheimild til gjaldtöku og ætti að vera hægur vandi að fá lögfræðiaðstoð til að kanna hvort lagagrundvöllur sé fyrir hendi, með lögfræðiáliti og gaman væri að vita hvort það hafi verið fengið í þessu máli.
Einhver mál hafa komið upp þar sem ólögmætt gjald hefur verið sett á og því hnekkt fyrir dómi, t.d kjarnfóðurgjald og mig minnir iðnaðrgjald. Þannig að þetta mál er rakið að fara með fyrir dómstóla.
Í Snarfar sem er félagskpur smábátaeigenda er inntökugjald sem var hækkað á síðasta aðalfundi við óánægju sumra. Rökinn fyrir gjaldinu eru að menn eru að komast inn í fullbyggt félag með aðstöðu sem hefur verið unnin í með sjálfboðavinnu í gegn um tíðina ásamt annari tekjuöflun félagsins. Menn hafa spurt hvort þeir eigi þá að fá þetta stofngjald endurgreitt þegar félagsaðild lýkur. Svo er hægt að velta fyrir sér ýmsum öðrum stofngjöldum.
Kemur að því að Sjálfstæðimenn taki upp stofngjald við skírn ungbarna af því þau fæðast inn í fullbúið samfélag.
þannig að ef á að fara að brjót upp alla gjaldtöku og vita hvað fer í hvað vandast málið. En það er hlutskipti borgarana að haf hemil á stjórnvaldinu ef það fer offari í athöfnum og stjórnar ekki samkvæmt lögum.
Hvað verður það næst, tíund?
Efast um lögmæti innviðagjalds | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.5.2017 | 09:20 (breytt kl. 09:30) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.