Réttur maður á réttum stað á réttum tíma

Sigurður Ingi Jóhannsson hefur komið skemmtilega á óvart. Virkar traustur og fumlaus og hugsar áður en hann talar.

Svo hefur hann líka góða menntun sem dugar vel í þessum flokki á þessum tíma, en hann er dýralæknir að mennt og getur búið um bágtið.

Öll dýrin í skóginum ( Framsóknarflokknum ) eiga að vera vinir.

Þó klifað sé á því að framsókn hafi ekki náð sér á flug eru engar sannanir fyrir því að betur hafi gengið með Sigmundi Davíð.

Það eru bara getgátur og tilbúin óskhyggja. Flokkurinn hefði geta þurrkast út. Hann er þó enn kím og græðlingur.


mbl.is Vill kjósa um nýja forystu flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband