Samgöngur eru nauðsyn en þetta með gangnagerð virðist alltaf fara úr böndum og er eðlilegt að leita skýringa á því. Oftast er það vegna ónógra rannsókna og að menn, þ.e. reiknimestara eru alltaf með lægri kostnaðartölur enn hærri af ótta við að framkvæmdir séu slegnar út af borðinu og verkið er of dýrt. Venjulega eru allir ánægðir þegar brunað er í geng um göng sem eru byggða. Það á við umdeild mannvirki eins og Borgarfjarðarbrúna, Hvalfjarðargöng og Héðinsfjarðargöng.
Aðal kosturinn við Vaðlaheiðargöng sem stytta nú ekki mikið leiðina til Húsavíkur er að losna við Víkurskarð að vetrarlagi.
Húnvetnigar hófu vegagerð yfir Kjöl um 1946 og samkvæmt munnlegum heimildum frá Má Péturssyni á Höllustöðum. Hefur það verið Seingrímur Davíðsson þá skólastjóri og vegavinnuverkstjóri í A-Hún sem var þar í forustu. Var vegurinn eða slóðinn lagður og mótaður eftir því sem auðveldast var og fyrirhafnar minnst upp Sléttárdal frá Auðkúlurétt. Trúlega hefur Þormóður Péursson búfræðingur á Blönduósi mælt fyrir slóðanum. Jarðýta frá Búnaðrsambandi A-Hún B.S.A.H vann frumverkið og voru þá jarýtustjórar Steingrímur Björnsson frá Móbergi og Pálmi Guðnason.
Seinna var hann færður með tengivegi frá Heiðgarðarási í sneiðingi yfir Gilsá af Má Péturssyni á jarðýtu frá Búnaðrfélagi Svínavatnshrepps niður í Blöndudal.
Árinn á eftir var þessi slóði bættur hér og þar með ofan í burði og ræsagerða af vanefnum.
Ekki veit ég hver fjármagaði verkið en það var talið nauðsynlegt og hlut af því að búa í þessu landi. Ekki er mér kunnugt um áætlanir eða verðið og hvort það hafi farið fram úr áætlun. Trúlega hefur engin spurt um það. Það var bara gengið í verkið, og ef til vill hugsað sem vöggugjöf til lýðveldisins.
Þegar Blönduvirkjun var í framkvæmd var þessi vegslóði byggður upp og liggur vegurinn fram á Hveravöllum merkilega á sömu slóðum og frumherjarnir hlupu með sína tré hæla og er ótrúlega fínn, þó ef til vill vanti viðahald.
Menn ræða mikið um veg yfir Kjöl suður af og sýnist sitt hverjum. Ég held að óhjákæmilegt sé að bæta veginn suður af frá Hveravöllum. Það ætti að vera auðvelt allt efni á staðnum og yfirleitt hægt að ýta því upp í vegastæðið.
Nú spyr engin hvað þetta kostaði. Allir ánægðir að geta nálgast öræfin á auðveldan hátt.
Enn á móti gangagerðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.5.2017 | 12:24 (breytt 20.10.2021 kl. 08:40) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bílvegur ruddur ur Austur-Húnavatnssýslu til Hveravalla
Nú hefir verið ruddur bílfær vegur frá Stóradal í Svínavatnshreppi suður Auðkúluheiði til Hveravalla. Fóru fjórtán bílar með 60 manns eftir þessum vegi til Hveravalla um síðustu helgi, og komu þeir aftur til Blönduóss á mánudagsnótt. Það kom til orða í fyrra, að ráðast í þessa vegabót. Var efnt til samskota í héraðinu, til þess að standast kostnaðinn af vegagerð þessari. En ekkert varð úr framkvæmdum að því sinni. Fyrir nokkru síðan fóru þrír kunnugir menn suður fjöll, til að ákveða hvar ryðja skyldi veg þeinnan. Voru það þeir Steingrímur Davíðsson vegaverkstjóri, Jónas Bjarnason frá Litladal og Sigurjón Oddsson bóndi á Rútsstöðum. Er þeir höfðu markað vegalínuna suður fjöllin, lögðu vegagerðarmenn af stað, með stóra jarðýtu og flutningabíl með verkfæri, vistir og olíur. Ruddu þeir veginn til Hveravalla á 9 dögum.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 7.5.2017 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.