Hættu ástand í umferðinni. Allir að fara varlega

Þó nú sé hlýtt og að þessi snjór hverfi fljótt er þetta mjög hættulegt ástand. Margir komnir á sumardekk og þeir sem eiga að salta ef til vill ekki í viðbragðstöðu. Svo verður þetta slabb að graut sem gerir erfitt fyrir að skipta um akgrein.

Þesi úrkoma þyðnar fljótt og verður að vatni en í fáförnum götum geta menn lent í núning ef ekki er varlega farið. Mest er hætta að að lenda í smátjónum og núningi sem auðvitað kosta pening og missis bónuss og hærri trygginga.

Ég var að fara af stað á nýjum bíl og búin að setja undir ágæt dekk, en hætti við förina þar sem hún var ekki brýn. Treysti sjálfum mér, en ekki samborgurunum. Þar liggur hættan. Þeir sem eru glannar og meta ekki aðstæður rétt þeir eru varasamir og valda oft vandræðunum.

Farið varlega elskurnar, elskið friðin og strjúkið kviðinn, ekki við stýrið.


mbl.is Snjó kyngir niður með snöggum hitaskilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband