Þessi heimsendis frétt Morgunblaðsins sem er reifuð hér er satt að segja mjög skringileg.
Birt er mynd af renglulegu birki sem virðist vera í mikilli kreppu og í gróðurumhverfi sem sómir sér á svæði sem á við uppblástur að stríða. Þetta var vinsælt hér fyrr á árum þegar gróðurverndarumræða var að hasla sér völl og bændur voru orðnir svolítið meðvitaðir um að það væri ekki alveg sama hvernig upprekstrarmálum væri háttað og var þá gjarnan birt mynd af á með tvö lömb upp á rofabarði. Upp úr þessari gróðurverndarumræðu breyttist viðhorf bænda og þeir hnikuðu til tímasetnigu á upprekstri og miðuðu hann meir við ástand gróðurs frekar en hefðbundnar aldagamlar dagsetningar, auk þess fóru þeir að taka fé frá afréttargirðingum fyrr til að létta álagi á afréttarlönd.
Þegar fréttin er skoðuð er gróðurmáttur jarðar að aukast og það er lykilatriði sem skilar sér í því að náttúran snýr dæminu við.
Meira verður notað af Co2 og jurtir skila meira súrefni út í andrumsloftið. Er það slæm þróun? Ég held ekki. Náttúran lætur ekki snúa á sig og kemur með krók á móti bragði.
Þannig að mér finnst prófessorinn hafa óþarfa áhyggjur og snúa málum á hvolf. Vöxtur birkis 8 faldast og gróðurmassi eykst. Það er málið.
Aukinn vöxtur gróðurs bjargar ástandinu með aukinni tillífun.
Gróðurhúsabændur dæla Co2 inn í gróðurhús til að auka tillífum og þetta dæmi styður við þá þróun sem ég hef haldið fram að það er ekki heimsendir framundan. Allt leitar sér jafnvægis og verum glöð yfir þessari þróun en jafnframt á varðbergi og aðhöfumst það sem hægt er til að hjálpa náttúrunn.
Sá bóndi sem lætur 2 plöntur vaxa þar sem áður öx ein.
Hann er góður bóndi.
Stórslys á íslenskri náttúru. Ja hérna, hef nú ekki heyrt meira öfugmæli síðan í Landnámu þegar sagt var að landið væri viði vaxið milli fjalls og fjöru. Vitaskuld var hér um prentvillu að ræða. Átti vitaskuld að vera víði vaxið.
Grundvöllur gagnrýnar hugsunar er að trúa ekki öllu sem sagt er eða skrifað.
Stórslys að verða í íslenskri náttúru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 3.4.2017 | 10:06 (breytt 15.4.2024 kl. 16:09) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 17
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 566938
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 64
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blaðamaðurinn hefur greinilega viljað búa til úr þessu mikla umhverfis-stórslysafrétt. Fyrirsögnin og myndavalið styður það. Þetta er reyndar algengt þegar eitthvað í sambandi við loftslagsmálin ber á góma en prófessorinn sér hins vegar jákvæða og neikvaða þróun eftir því sem við á.
Emil Hannes Valgeirsson, 3.4.2017 kl. 11:30
Það þarf nú enga prentvillu til, því i-ið var yfirleitt skrifað eins í fornum handritum, hvort sem það var i eða í!
Auðvitað átti að standa þarna víði vaxið!
Torfi Kristján Stefánsson, 3.4.2017 kl. 11:46
Sjálfur gróf ég eitt sinn fyrir vatnsleiðslu milli fjalls og fjöru á ábúðarjörð minni, og þegar ég kom upp í svokallað Hrísholt þá kom ég niður á svera lurka af hrísi en engann stórvið.
Þegar heim var komið greip ég niður í Vatnsdælu og las um að Ingmundur gamli á Hofi hafi farið til Noregs að heyja sér húsavið í bæ sinn.
Þá ályktaði ég að þetta var eitthvað orðum aukið að landið hafi verið skógivaxið milli fjalls og fjöru eins og sú umræða hefur þróast í aldanna rás.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 3.4.2017 kl. 12:17
Ja, ég er allavega ánægður með að fá staðfestingu eða skýringu á því sem ég hef sagt mörgum varðandi mínar heimaslóðir, þ.e.a.s. að ég hef oft sagt að það sé alveg tvennt ólíkt gróðurfarið frá því er ég var ungur og núna (eg er rúmlega 50.) Og að mínu mati hafa breytingarnar aðallega orðið á síðustu 20 árum eða rúmlega það kannski. Alveg bara himinn og haf á milli og landslagið óþekkjanlegt. Orðið grænt upp um allt og sumsstaðar svo mikill gróður hátt upp. (þarna geta vissulega spilað inní fleiri atriði en bara hlýnun)
En varðandi ,,heimsendaspána" í grein, - að er þá ekki verið að miða við ef það heldur áfram að hlýna svona? (Það er sko hættan með hlýnun af mannavöldum, - að hlýnunin aukist enn meir og kannski enn hraðar.)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.4.2017 kl. 16:47
Mikið rétt Þorsteinn, þessi frétt er nokkuð undarleg, svo ekki sé meira sagt.
Hitt er víst að víða var landið vaxið stórtrjám, einhvern tima fyrr á öldum. Þetta þekki ég vel eftir að hafa unnið við framræslu mýra, undir lok þess tíma er það stóð sem hæðst. Trjástofnar sem komu upp við þann uppgröft gátu verið ótrúlega stórir, svo stórir að þar hafa verið sannkölluð risatré.
Hvort þessi tréhafi verið horfin fyrir landnám eða hvort slík tré uxu milli fjalls og fjöru um allt land, skal ósagt látið. Vitað er að hlýindaskeið jarðar eru fleiri en það sem ríkti um landnám og kuldaskeið hafa síðan komið á milli þeirra.
Gunnar Heiðarsson, 4.4.2017 kl. 07:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.