Sílkimjúkar konur og kósý morgunverður með börnunum

Þessi snjór er nú með því mesta sem ég hef séð í lengri tíma. Heppilegt að það er sunnudagur og fólk getur verið stresslaust og notið þess að vera inni í hlýjum húsum og gefið sér tíma til að hringla í kring um fjölskylduna. Það eru mikil lífsgæði.

Engin ástæða að far á staða á litlum bílum. Þetta er púðursnjór sem stendur svo sem ekki mikið fyrir.

100_4982_1299406.jpgEn auðvitað verða þeir sem eiga jeppa að far á fætur og reyna gripina skárra væri það. Setja á sig lambhúshettu eins og forfeður okkar gerðu er þeir gengu á beitarhús. Nauðsynlegt er að slást í hóp með hjálparsveitum og bjarga óvitunum og aumingjunum sem haf álpast af stað í þessari ófærð. Í því felst að vera jeppamaður.

100_5005.jpgAlmenningur ætti bara vera heima og lesa eða fara í tölvuna.

Nú væri gott að vera á einni uppgerðri á keðjum til að draga stóru jeppana þegar þeir væru búnir að fara sér að voða upp á ruðningi.


mbl.is Víða ófært á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband