Flokkur fólksins. Boðar hið nýja Íslands

Fór í opnunarkaffi hjá Flokki fólksins sem var að opna nýja baráttuskrifstofu í Hamraborginni í Kópavogi. Formaður og varaformaður héldu brýningaræðu og vöktu athygli á að fjölmiðlum hafi verið boðið með fréttatilkynningu að mæta, en enginn af því lið sá ástæðu til að mæta.

En þegar Benedikt Viðreisnarforingi var að stofna sinn flokk voru alltaf fréttir af hverju fótmáli. Svona er veröldin skrýtin.

Allir kaffigestir voru nestaðir með eftirfarandi punktum:

Flokkur fólksins,

1. Mun hækka persónuafslátt í 300.000 kr á mánuði.

2. Vill að aldraðir og öryrkjar geti lifað með reisn.

3. Vill afnema allar skerðingar á áunnin lífeyrisréttindi

4. Vill tryggja 300 þúsund kr. sem lágmarks framfærslu viðmið.

5. Vill löggilda samning Sameinuðuþjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

6. Vill að ekkert barn sé nokkurn tíma svangt á Íslandi.

7. Vill algjöran aðskilnað fjárfestinga og viðskiptabanka.

 

Flokkur fólksins er flokkurinn þinn, segir svo í niðurlagi skjalsins. Þessu er hér með komið á framfæri fyrst engin fjöðmiðill mætti til að segja fréttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband