Ég kveð mér hér hljóðs til að segja skoðun mína á þessari tilraun um sameiningu jafnaðarmanna í einn flokk.
Þar sem ég var þátttakandi í því ferli innan Alþýðubandalagsins og leyst þokkalega á þá hugmynd að prófa nýja leið til þess. Áður höfðu gengið hugmyndir og verk í þá átt að einstaklingar og hópar höfðu klofið sig frá flokkum til að sameina menn í einhverju öðrum samtökum. Reyndin var sú að oftast var það gert í þeim tilgangi til að koma ár sinni fyrir borð og mata eigin krók og var í raun vitlaus aðferð.
Sú hugmynd að vinna þetta innan frá var góðra gjalda verð að fá samþykki stofnana flokkanna til sameiningar og var ég fylgjandi henni og gerði þá ráð fyrir að að sá flokkur sem ég tilheyrði gengi þar inn í breiðfylkingu. Önnur varð nú raunin og er ekkert hægt að gera athugasemdir nú við það að aðrir hafi kosið annan vegslóða í þeim efnum og að menn ráði því hvar þeir vilja gista og er öllum sú saga kunn hvernig þetta fór. Sjálfur gekk ég aldrei í Samfylkinguna en vann að því á sínum tíma að halda sameiginlegt prófkjör með þeim stjórnmálahópum sem tóku þátt í því að mynda Samfylkinguna við botn Húnaflóa. Það sem mér kom á óvart við það prófkjör sem var opið upp á gátt eins og hvert annað portkonuprófkjör, hve Sjálfstæðismenn voru íhlutunarsamir í því og mættu vel, en viti menn þeir voru að koma sér upp efni í þingmann sem þeir gátu notið góðs af þegar framm í sótti. Kallaði ég það Kolkumýrabandalagið í einrúmi.
Nú er ég á þeim stað í lífinu að ég vil gera grein fyrir því hvað mér finnst í þessum efnum. Eðlilegast er að Samfylkingin verði leyst upp og lögð niður í þeirri mynd sem það stjórnmálaafl er nú.
Erindisbréf Samfylkingarinnar er útrunnið og ógilt og Samfylkingin hefur ekkert erindi við okkur og hefur ekki náð því markmiði sem að var stefnt og nær því varla í framtíðinni. Þess vegna er ástæðulaust að vera draga þetta á langin lengur og reyna að vera einhver þykjustu flokkur. Auðvita eiga þeir þingmenn sem kosnir voru í þessum Alþingiskosningu rétt á að sitja til næstu Alþingiskosninga og ákveða hver og einn hvað framtíð þeir velja sér.
Ég tel að verkalýðshreyfingi verði að taka dánarbúið upp á sína arma og ráð að mestu um afdrif þess. Jafnaðrmannaflokkur verður að sækja styrk sinn í launamannasamtök, það er mitt mat.
Mér er ljóst að allir hafa reynt að gera sitt best og af einlægum hug. En þegar staðreyndir blasa við er best að viðurkenna þær.
Verkefnið tókst ekki að sinni.
Oddný hættir sem formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 31.10.2016 | 17:52 (breytt kl. 18:04) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 239
- Sl. sólarhring: 549
- Sl. viku: 1040
- Frá upphafi: 570337
Annað
- Innlit í dag: 228
- Innlit sl. viku: 942
- Gestir í dag: 227
- IP-tölur í dag: 225
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.