Marbakki hvað er nú það?

sumarfri_2007_089.jpgMér skilst að í Reynisfjöru sé svokallaður marbakki. Hann er þannig að sandfjaran dýpkar mjög bratt út og svo snardýpkar stutt frá landi. Þannig að úthafsaldan verður grýðarlega öflug þegar hana ber að landi því sjávarmagnið er svo mikið í henni svo þegar sjórinn dregst út verður mikið sog sem getur auðveldlega dregið fólk með sér út í dauðann.

Væri nú ekki tilvalið að taka túrhesta í náttúrufræðikennslu og  útskýra þetta fyrir þeim með myndum á skilti. Elska túrhestar ekki svoleiðis og þá færu þeir að skilja hlutina og hættu að hlaupa æpandi út í dauðan.

sumarfri_2007_087_1293853.jpgSvo væri þetta nýtt svið hjá ferðaþjónustunni, mjög skemmtilegt, að kenna og upplýsa um íslenska náttúru og sérknni hennar. 

Einn klömbruhaus í vegginn og ný stoð um varanlega ferðaþjónustu, reist á þekkingu og fræðslu. 

100_5302.jpgAllt mitt vit sem ég hef varðandi þessa færslu er fengið hjá bróður mínum sem hefur verið sjómaður frá aldaöðli og verið loðnuskipstjóri á þessum slóðum, þegar loðnan hefur verið við suðurströndina.


mbl.is Hlaupa hlæjandi í öldur Reynisfjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Síðan er annað og það er að þegar aldan kemur flýtur sandurinn í burtu og fólk stendur skyndilega í lausu lofti og fellur í vatnið, og þá á útsogið auðvelt með að draga fólk með sér.

Einar Steinsson, 18.10.2016 kl. 20:23

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Á þessum slóðum er hægt að draga troll nánast upp í fjöru, svo aðdjúpt er í sandölduálunum fyrir suðurströndinni. Tugum metra, eða jafnvel hundruðum utar, grynnir á ný og síðan dýpkar aftur. Skelfilegt að horfa á þessa kjána leika sér að "eldinum" án svo mikils sem minnstu hugmyndar um hugsanlegar afleiðingar. Ferðaþjónusta á Íslandi er í druslum. Setjum kvóta á ferðamenn og látum þá taka próf, svo svona fíflagangur haldi ekki áfram. Eftir örfá ár kemur enginn, ef fram heldur sem horfir.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 19.10.2016 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband