RUGLAÐ LIÐ
Fyrir kemur að ég fæ á tilfinninguna að Íslendingar séu upp til hópa snarbilaðir.
Þeir púkka undir þá sem sitja að auðlindum sem ekki er deilt um að þjóðin á.
Íslendingar byggja lúxushótel út um alla tranta, en leysa húsnæðisvanda þjóðarsjúkrahúss með gámum, nú síðast 800 fermetrar í Fossvogi.
Þeir eru uppfullir með að ekkert mál sé að byggja nýjan alþjóðaflugvöll. Þeir eiga tvo flugvelli í námunda við mesta þéttbýli landsins en hafa hvorugan byggt, í það minnsta ekki í upphafi. Annar þeirra er utan eldvirkra svæða en nú jagast þeir um að afleggja hann, þrátt fyrir að vera nýbúnir að lagfæra helstu brautir hans varanlega og nota flugvallarlandið sem er botnlaus mýri, undir íbúðabyggð. Samt eiga þeir meira vanýtt byggingaland en flestar aðrar þjóðir. Þeir tala nú um nýjan flugvöll rétt sunnan Hafnarfjarðar inná eldvirku svæði.
Öll fer þessi umræða fram meðan allir vita að þjóðvegakerfið er bæði í lamasessi og aukinheldur áratugum á eftir tímanum, án vegaxla og með fjölda einfaldra brúa.
Þeir tala um nauðsyn byggingar þjóðarleikvangs meðan sjúklingar hafast við á göngum og í gámum.
Þeir reka mestu okurlánastarfsemi í víðri veröld og skilja svo ekkert í því að þúsundir flytja af landi brott.
Er ekki eitthvað hræðilege mikið bogið við þennan veruleika?
Góðar stundir.
Ámundi Loftsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.10.2016 | 22:07 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 11
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 573303
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.