Lýsing
Í myndinni er fjallað um hið einstaka afrek þegar flugvélin með Sullenberger við stýrið, missti afl, eftir að hafa fengið fugla í hreyflana, árið 2009 nokkrum mínútum eftir flugtak frá LaGuardia flugvellinum. Án hreyfla og á fullri ferð niður, þá náði Sullenberger með ótrúlegum hætti að framkvæma neyðarlendingu á Hudson ánni í New York, með þeim afleiðingum að allir um borð komust lífs af.
Myndin snérist um það að þó allir væru sammála um snöfurlega lendingu flugstjórans og flugmannsins á Hudsonánni sem var vel úthugsuð og nákvæm, þá komu upp raddir frá eigendun og tryggingarfélögum að það hefði verið hægt samkvæmt tölvum og flughermi að ná til tveggja flugvalla í nágrenninu og lenda vélinni nauðlendingu þar og án þess að hún eyðilagðsit eða fólk færist.
Rannsónarnefnd flugsslysa í U.S.A. rannsakaði þetta flugslys eins og lög mæla fyrir um og var mjög áfram um að geta sýnt framm á að flugstjórinn hefði tekið ranga ákvörðun með því að lenda á Hudson ánni, sem flugstjóranum tókst að hrekja og tókst að sýna fram á að hans ákvörðun var sú eina rétta. Skýrskotaði hann til þess að í úrvinnslu rannsóknarnefndarinnar vantaði að taka til greina mannlega þáttin sem laut að því að flugmenn í flugherminum fengu að vita fyrir fram að vélin mundi lenda í fuglageri og æfa sig 17 sinnu miðað við það, en í raunveruleikanum þurftu stjórnendu hins raunverulega flugs að taka ákvarðinar á staðnu eins og málið var vaxið og höfðu einungis sjálfa sig til að reiða sig á. Allir björguðust 155 manns.
Þetta er flott mynd með miklar tilfinningar og maður fór hálf skælandi út úr bíóinu. Þegar verið var að draga farþegana upp úr flugvélarflakinu datt mér í hug skopleg saga svo einkennilegt sem það kann að hljóma ,sem systir mín sagði mér í gamansömum tón, þegar áhöfn af Drangajökuls var bjargað af skoskum togara frá Aberdeen í júní 1960. Og er hún kveikjan að þessari færslu.
Drangajökull hvoldi mjög skyndilega í Pentlandsfirði við Orkneyjar sem er raunverulega sund við Skotland og eru þar þungir strauma. Öll áhöfn bargaðist í lífbáta, líkt og í Sully myndinni og var bargað í togara eins og áður segir. Systir mín var með 4 ára son þeirra hjóna en skipstjórinn var eiginmaður hennar. Þegar hún bjóst til brottferðar hafði hún ekkert nærtækt til að skýla stráksa nema íslenska þjóðfánan sem eftir á var svaka flott og gæti farið vel í kvikmynd og mundi margur tárast yfir slíku atriði. Skipstjórinn fór síðastur frá borði þegar skipið var komið á hvolf og varða að synda til björgunarbáta.
Nú,nú þegar farið var að draga fólkið upp í togarann voru sumir meira hræddir en aðrir eins og gengur og var þar einn áhafnarmeðlimur sem stóð í föðurlandinu einu fata og klifraði upp í togarann, en þá skeði hið skoplega, prjónabrækur verða voða þungar þegar þær blotna og vitaskuld var fólkið haug blautt eins og í myndinni Sully. Skipti þá engum togum að brókinn seig af vininum og kom hann á tillanum um borð í togarann og fannst engum það fyndið fyrr en menn voru búnir að fá sér kaffi og wisky.
Nokkuð var þjarkað um Drangajökulsslysið efti á eins og í flugvélarslysinu,en skipstjórnarmenn voru ekki fundnir sekir og héldu sæmd sinni og fengu ekki á sig dóm um neina handvömm við stjórn skipsins þó sitt sýndist hverjum, en á dekki voru 10 Massey Ferguson dráttarvélar Sem hurfu í hafði og þótti bændum það mikill skaði og voru getgátur uppi um það þær hefðu orsakað yfirvigt. En við stöðuleikapróf skipstjóra á fljóti áður enn hann lét úr höfn lét skipið að fullkomminni stjórn og þoldi krappar beygjur.
Gerð kvikmyndar af þessu sögufræga sjóslysi væri verðugt verkefni kunnáttumanna. Þess má geta til gamans að léttadrengur var þarna um borð sem síðar varð borgarstjóri Reykjavíkur, Villi Vill.
Og lýkur hér að segja frá þessari bíóferð.
Mtndirnar eru úr myndasafni fjölskyldunnar nr.1 Halldóra Gunnarsdótti og vinur hennar og skólabróðir úr Austurbæjarskóla Raggi Bjarna í áttræðisafmæli Halldóru. Mynd nr.2 Massey Ferguson sama módel og fóru í hafið í Drangajökulsslysinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.10.2016 | 21:38 (breytt kl. 22:26) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 9
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 83
- Frá upphafi: 566947
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 64
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.