Nauðsynlegt er og skynsamlegt fyrir Framsóknarflokkinn að fara í innramat og sjálfskoðun á því hvernig flokkurinn hefur breyst sem flokkur félagshyggju og samvinnumanna yfir í snyrtistofu fyrir auðmenn og burgeisa. Tilvalið fyrir flokkinn að ræða það á mannamáli í þessum umræðum.
Fréttir voru af sælgætisverksmiðja um daginn sem skilaði dágóðum hagnaði nú nýverið 37 m. á ársgrundvelli. Samkvæmt auðhyggjunni rennur þessi hagnaður að sjálfsögðu til eigenda, enda duglegir menn á ferð. Ef þetta hefði verið samvinnufélag hefði þett átta að renna til nær samfélags.
Fyrr á árum man maður eftir arðmiðum hjá KRON í gamladaga, en þá var arður greiddur út á þessa miða þegar verslunarreikningur fyrir árið var gerður upp. Þetta er að vísu tíðkað á nokkrum stöðum að fyrir mynd samvinumanna. Væri gaman að fá svona smábónus frá banka sínum.
Spurt er: Hvað varð um Samvinnutryggingar g.t.? Samkvæmt stofnsamþykkt áttu þeir peningar að renna til eigenda í hlutfalli við viðskipti, yrði félaginu slitið. En hvert fóru peningarnir í raun? Til einhverra gróssera sem hvergi er hægt að ná taki á nokkrum manni til að kippa honum um koll svo að lokum lendir slynkurinn á sjálfu móðurskipinu Framsóknarflokknum. Meir að segja saksóknaravaldið hefur ekki rænu á að kanna þetta mál eftir því sem mér skilst.
Hægt væri að koma með alskonar útgáfur af svona málum um hvernig flokkurinn hefur breyst í það sem hann á ekki að vera. En það er ekki sérstakt hlutskipti mitt að rekja það heldur framsónarmanna sjálfra að rannsaka.
Ég minnist ekki á kvótamál til sjávar og sveita. Það er vont að nefna snöru í hengdsmanns húsi. Ég nefndi það á ýmsum slóðum sem ég rann í hruninu að Framsóknarflokkurinn væri með lík í lestinni og átti þá við þessa breyttu stefnu.
Það er flokksins sjálfs að sjá um útförina og hún fer fram nú um stundir að mínu mati og þar er enginn sérstakur útfararstjóri og öll atkvæði fara í gröfina ef ekki verður breyting á stefnu flokksins. Þetta er megin atriði.
Það er mikill munur að vinna í samvinnuumhverfi, sem einstaklingur, fremur en í hlutafélagsumhverfi, en það vantaði að þróa samvinnuumhverfið lagalega séð svo það væri jafnfætis hlutafélagsumhverfinu. Ég benti á hlunnindabréf sem samvinnumenn í Laxárdal norður notuðu eitt sinn þegar þeir byggðu upp eitthvert hús sem þeir notuðu við kjötverslun til Bretlands hér á árum áður.
Á flokkurinn að vera flokkur auðmanna sem olboga sig áfram, eða flokkur félagshyggju og samvinnufólks í framtíðinni?
Framsóknarmenn verða að reyna að hugsa og svara. Það er lykilatriði.
Sigmundur og Sigurður tala ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.9.2016 | 17:05 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 2
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 1266
- Frá upphafi: 566783
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1150
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.