Það eru nú ýmsar spurningar og vangaveltur sem skjóta upp kollinum vegna framboðs Sveinbjarnar Eyjólfssonar.
Hvort það sé gervi eða gilt?
Það er engum vafa undirorpið að Sveinbjörn býr yfir margþættri reynslu sem framkvæmdarstjóri fyrirtækis í eigu bænda á landsvísu (Nautastöðvarinnar á Hvanneyri og nú á Hesti í Borgarfirði), þar sem hann var vel þokkaður eftir því sem ég hef heyrt best. Sveitarstjórnarmaður um ára bil og langhlaupari í Framsókn, ólíkt Sigmundi sem kom eins og maríerla án prófa frá útlöndum og hafði ekki mikið starfað í stjórnmálum áður, en heyrt eitthvað mas við matarborði af Möðruvallarhreyfingunni í bernsku og bardögum þar eins og gengur.
Sveinbjörn hefur dágóða búfræðimenntun sem er svona almenn menntun sem gagnast víða, fyrir nú utan það að hafa verið aðstoðarmaður landbúnaðrráðherra Guðna Ágústssonar.
Svo er forvitnilegt að sjá hverjir eru bloggvinir Sveinbjörns og það útskýrir margt.
Þannig að mínu mati og fleiri er hér um gilt framboð að ræða og enginn aukvisi á ferð og sagður skemmtilegur og góður hestamaður og elskur að bændum og vel tengdur inn í landbúnaðinn sem hefur verið höfuð vígi Framsóknar, en margir bændur eru farnir að ókyrrast út af hugsanlegum afdrifum búvörusamninga.
Þannig að Sveinbjörn er búin að gára pollana og gefur þá yfirlýsingu að ef einhver kemur sem er betur ,,vaxinn" í embættið muni hann snarlega draga sig til baka sem er á vissan hátt heiðarlegt og drengilegt.
Það er nokkuð ljóst að til nokkurr tíðinda dregur á þessum vettvangi og undiralda er mikil sérstaklega ef einungis 6 þingmenn eru í spilunum samkvæmt nýjustu spám sem greint var frá nú nýverið.
Er þá að litlu að hverfa ef engin breyting verður þar á og ástæðulaust að eyða tíma og peningum í máttlusar bombur og fánýt sambönd.
Býður sig fram gegn Sigmundi Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.9.2016 | 21:27 (breytt 12.9.2016 kl. 08:06) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 440
- Sl. sólarhring: 453
- Sl. viku: 1241
- Frá upphafi: 570538
Annað
- Innlit í dag: 394
- Innlit sl. viku: 1108
- Gestir í dag: 372
- IP-tölur í dag: 366
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sveinbjörn er búfræðikandidat líkt og þú. Einn vetur var hann skólastjóri á Hólum svo ég bæti einhverju við hjá þér.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 00:29
Hum, en nú er Sveinbjörn orðinn kandidat Íslands la Framsóknar.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.9.2016 kl. 07:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.