Það er búið að vera mjög gaman að fylgjast með þessu verki og verið góður gangur í því. Hver verk þáttur gengið fram af öðrum.
Sjáanlegt að aðgerðargreining hefur verið notuð við skipulag verksins og skipulag gott að sjá fyrir leikmann. Það sem bjargar verkinu er að þar var mjög góður jarðýtustjóri þarna, alinn upp á svæði Búnaðrsamband Austur-Húnvetniga. En búnaðarsamböndin vor ókeypis skóli fyrir Vegagerð og verktaka til þjálfunar þungavinnuvélamanna og verður það seint fullþakkað
Það er að vísu svolítið kvíðvænlegt að umferð eykst á þessu svæði eins og efni standa til og stefnt er að. Maður veltir fyrir sér hvort hljóðmanir séu nógu háar til að dempa umferðarniðinn og hringtorgið stendur nokkuð hátt í landinu. Hefði gjarna mátt sökkva því meir niður.
Svo er það Himmelbjarged, en það er gríðar stór hóll sem trónir suðaustur frá hringtorginu og spurning hvernig hann virkar. Á þessum slóðum hefur oft verið mikil snjósöfnun og hætt við að undir hlíðum Himmelsbjargins verði snjósöfnun og þarf að ryðja þar fyrst á morgana.
Þá er á það líta að börn geta sótt á þetta svæði með snjóþotur sínar og gæti þetta því reynst slysagildra og þarf að lýta til með því.
Allur frágangur getur reynst tafsamur en vonandi verður ekki farið með hann mikið inn í skammdegið.
Og vonandi verða einhverjar almenningssamgöngur setta á þetta svæði enda fjölmenn byggð um að ræða.
Þegar verkið hófst þótti sumum lítið samráð og umferð gangandi og hjólreiðar fólks og öryggi þess fyrir borð borinn. Gönguleiðir fyriraralaust teknar af og lítið í boði annað en að rangla um í myrkri, heyrandi í vinnuvélum másndi. Lýsing á svæðinu ónóg og vinnusvæði lítið afmarkað með girðingum. Margir höfðu áhyggjur af börnum í náttmyrkri þarna innan um másandi vinnuvélar, en allt blessaðist þetta, en hefði mátt standa betur að málum.
Þegar ég vann í Búrfellsvirkjun var oft talað um að ef þú sæir mann míga upp í vindindinn þá væri það verkfræðingur. Aldrei sá maður neitt slíkt við byggingu Arnarnessvegar enda eru svona orðatiltæki bara skens. Ég hef séð bæði bændur og sjómenn míga upp í vindinn, það sem gagnaðist í þeim málum, var að þeir voru yfirleitt með hann svo langan að hann dreif langt.
Nú er bara að vona að Arnarnesvegur verði farsæl þjóðbraut í framtíðinn.
Nýr Arnarnesvegur á áætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.9.2016 | 09:55 (breytt kl. 10:17) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 2
- Sl. sólarhring: 342
- Sl. viku: 488
- Frá upphafi: 573825
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 439
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alvöru verkfræðingar míga 45 gráður upp í vindinn, þeir sem míga undan honum mega eiga von á slettum vegna vindhverflanna sem skapast
Erlendur (IP-tala skráð) 5.9.2016 kl. 14:59
Nýr Arnarnesvegur er hlaðinn alls kyns hættulegum beygjum og rugli.
Talað var um að gamli vegurinn væri svo hættuleg slysagildra, (sem var greinilega bara áróðursbull). Nýr Álftanesvegur er ekki síður hættulegur, með öllum sínum beygjum og hringlandasveigjum.
Þannig að rökin eru fallin fyrir því, að það þyrfti hættuminni veg þarna út á forsetans nes álftanna.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.9.2016 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.