Merkilegt hvernig formenn Framsóknarflokksins hafa rata í miklar raunir alla síðustu öld og nú skattaskjólmál, við dagsbrún nýrrar aldar, sem er nú sýnu verst og erfiðast fyrir flokkinn.
Jónas frá Hriflu komst í návígi við Klepp og lenti þar í mikilli bombu og var álitinn geðveikur af læknum. Hann hafði svo sem lent í stappi og deilum við lækna út af málefnum og var ekki vel þokkaður af þeim.
Hermann Jónasson er talinn hafa skotið æðarkollu vestur í bæ í lögreglustjóratíð sinni í Reykjavík en æðarkollur eru friðaðar eins og kunnugt er.
Óli Jó, Ólafur Jóhannesson drógst inn í Klúbbmálinu sem snerist um áfengi og morð sem enn eru ekki upplýst, því aðal sönnunargagnið, líkið hefur aldrei fundist.
Grænubaunamálið - Steingrímur Hermannsson sem þá var framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs keypti grænar baunir og annan mat fyrir Surtseyjarfélagið sem hann var formaður í. Reikningur vegna kaupanna fannst svo í bókhaldi Rannsóknaráðs, en þar voru grænu baunirnar skráðar sem viðhald á bifreið Rannsóknarráðs.
Býður sig fram gegn Sigmundi Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 31.8.2016 | 14:54 (breytt kl. 15:00) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 573267
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var einu sinni bóndi sem var að koma af þorrablóti og hafði fengið sér í glas. Hann ók út í skurð og þótti samferðarmönnum hans það ekki gott til afspurnar, en höfðu ekki tök á að koma jeppanum upp úr skurðinum.
Var þá brugðið á það ráð að fara heim á næsta bæ og fá þar segl lánað og var það síðan breitt yfir jeppan svo atvikið fréttist ekki því menn voru svona frekar skömmustulegir, því þetta var víst hreppstjórinn.
Nú, það væri ef til vill ráð hjá Framsókn að breiða yfir Sigmund á landsþinginu. það er ekki hægt að kjósa þann sem er með yfirbreiðslu yfir sér og sést ekki.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 31.8.2016 kl. 15:38
Já þetta er skemmtileg uppryfjun hjá þér Þorsteinn. Svei mér er það passar ekki líka að breiða yfir Sigmund.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2016 kl. 20:53
Maður verður að hafa eitthvert fjör og hafa grín í stjórnmálunum.
Austfirðingar geta verið hrekkjóttir. Vona bara að þeir komi ekki með hreindýrahúðir á landsþingið. Það væri þó ef til vill þjóðlegra en að koma með hvít líkklæði.
Best væri fyrir andstæðinga Framsóknar að Sigmundur yrði áfram formaður, þá væri meiri hætta á að fylgið dalaði, þetta skynjar hinn almenni flokksmaður, held ég, en ekki þingmenn flokksins.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.9.2016 kl. 09:34
Þeir vita þetta held ég en þora ekki að segja það upphátt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2016 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.