Þetta er merkilegt mál þetta loforð um haustkosningar. Skoðum það nánar:
Stjórnarskráinn kveður á um að kjörtímabilið sé 4 ár:
III.
31. gr. [Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til fjögurra ára. Heimild vefur Alþingis.
Ekki er hægt að brjóta stjórnarskrána hvað þetta varðar og eðlilegt að þingmenn stjórnarflokkanna vilji halda sínum launum út kjörtímabilið og ráðherrar vilji fá svigrúm til að endurnýja ráðherrabílana, en mér skilst að þeir geti horfið á braut með þá gegn lágmarksgreiðslu án tolla og vörugjalda og þá er betra að vera búinn að endurnýja. Varla er til þessa ætlast að ráðherrar gangi í Fornbílaklúbbin og aki á einhverjum skrjóðum inn í nýja veröld, hreppi þeir ekki ráðherrastól eða hætti. Eitthvað þarf til, til þess að hægt sé að efna loforðið um kosninga og þar kemur þingrofið til skjalanna:
Á vísindavef HÍ segur um þingrof:
Skoðum það nánar.
,,Erfitt er að segja með tæmandi hætti við hvaða aðstæður sé réttlætanlegt að rjúfa þing. Fræðimenn hafa til að mynda bent á að ef fyrirséð er að vantrauststillaga á ríkisstjórnina verði samþykkt, ef ríkisstjórnin hefur ekki nægjanlegan þingmeirihluta til að koma áfram brýnum málum á þingi eða ef upp er kominn ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar, þá geti forsætisráðherra gripið til þingrofs."
Ekkert af þessu er uppi, engin vantrauststillaga liggur fyrir, þing meirihluti að séð verður traustur, þó einhverjir úfar séu með mönnum um einstök mál. Þannig að úr vöndu er á ráða og forseti ef till vill í vanda að samþykkja þingrof.
Best væri fyrir fyrir alla að ríkistjórninn dæi úr máttleysi veikinn til að rjúfa þessa stöðu.
Vissulega má leiða að því líkur að allt þetta stand stafi út af þessum Panamskjölum og fólk sé búið að fá upp í kok af vinnubrögðum og finni ekki góðærið á eigin skinni.
En almenningur getur alltaf safnast aftur saman á Austurvelli, það fréttist einhvern veginn. Þar liggur hættan.
Stjórnarandstaðan fengi vopn í hendurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.8.2016 | 13:20 (breytt kl. 15:39) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 573270
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.