Höfuðborgarsvæðið mesta útivistarsvæði á Íslandi

Íslendingar eru nýkomnir úr sveitinn, þá streða þeir út á land í öllum fríum og metið er slegið um verslunarhelgina. Þessu fylgir mikill kosnaður vegna eldsneytiskaupa og sliti á bílum auk umframmengunar. það er svo sem skiljanlegt að fólk sæki í náttúruna og því sem hún bíður upp á svo sem þögn og kyrrð. þá er löngunin að hitta vini og kunningja mjög sterk.

En nærumhverfi höfuðborgarbúa bíður upp á mjög mikla útivistar möguleika. Nægir þar að nefna góða hjólreiðastíga sem teigja sig út um allt og væri hægt að þróa þann þátt til alþjóðlegra keppnismóta, mætti nefna sóknarfæri á Reykjanesfólkvangi, en þar er hægt með nútímatækni í malarflutningun að byggja hjólreiðarstíga í friðsælu hrauni án mikils rasks en í hraunum er oft skjól þótt yfir sé ef til vill einhver vindur.

Þá er hægt að nefna alla sundstaði sem geta lokkað og togað í barnafólk.

Ágætar smabátahafnir sem geta ýtt undir báta og skútu siglinar um víkur og voga, algerr draumaheimur.

Elliðarárdalurinn sem er gönguparadís og mikil náttúruperla ásamt Laugardal.

Göngur á fjöll, Esja, Helgafell og fleira og fleira.

Mikil upplifun er að fara í Viðey og Engey þar sem margt er að skoða og ekki má gleyma Laugarnesinu, þó þar sé margt með breyttum svip, en þar er snilldar vör sem gott er að setja kæjaka á flot fyrir slíka íþrótt.

Smá hestaferðir í nágrenni borgarinnar.

Það er helst að það vantaði tjaldsvæði og hjólhýsasvæði svo fílingurinn væri algerlega eins og í alvöru útilegu.

Hér er fátt eitt upptalið til að minn á það sem hægt er að gera á sínum heimaslóðum. Ekki má gleyma öllum veitingastöðum og ballhúsum til að taka ærlegt skrans.

Á morgun fáum við að heyra fréttir um að umferðinn sé farinn að þyngjast til höfuðborgarinnar og að útihátíðir hafi farið vel fram o.s.frv.

 


mbl.is „Minnir á stórar keppnir erlendis“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki má gleyma fjölmennasta útivistarhópi landsins, reykingafólki á höfuðborgarsvæðinu, sem fer oft á dag út til að fá sér frískt loft. 

Ómar Ragnarsson, 1.8.2016 kl. 00:44

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Íslendingar hafa lyft grettistaki með því að úthýsa og afnema reykingar innanhúss. Man fólk eftir fermingarveislum með vindlamekki svo varla sást handaskil.

 Það var alveg ótúlegt hvað innanhússreykingar voru liðnar lengi.

En jú, nú getur verið bagalegt þegar fólk er að reykja úti eða á svölunum á neðrihæðinni og henda svo sigarettusubbunum framm af.

Takk fyrir innlitið Ómar Langadalsjarl.wink

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.8.2016 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband