Þakkir Rauða krossins
Forseti tekur á móti fulltrúum Rauða krossins sem afhenda forseta sérstakt skjal til staðfestingar á þakklæti Rauða krossins fyrir samvinnu við forseta og framlag hans til margvíslegra starfa Rauða krossins og þeirra málefna sem samtökin hafa sett í öndvegi.
Ríkisráðsfundur
Forseti stýrir ríkisráðsfundi á Bessastöðum þar sem staðfest eru lög og ýmsar stjórnarathafnir. Í lok fundarins flutti forseti stutt ávarp þar sem hann þakkaði ráðherrum fyrir samstarfið og vék að ýmsum málefnum sem einkennt hafa samstarf og samskipti forseta við ríkisstjórnir og einstaka ráðherra í 20 ára forsetatíð.
Landsmót skáta. Heiðursviðurkenning
Forseti heimsækir Landsmót skáta að Úlfljótsvatni, fer í tjaldbúðir skátafélaga frá ýmsum byggðarlögum, ræðir við erlenda skáta sem heimsækja mótið og situr fund um alþjóðlegt skátamót sem haldið verður á Íslandi á næsta ári. Þá sæmdi skátahöfðingi forseta heiðursviðurkenningu skátahreyfingarinnar úr gulli fyrir stuðning forseta við skátahreyfinguna og þátttöku í störfum hennar.
Forseti tekur þátt í hátíðarhöldum á Ísafirði í tilefni af 150 ára afmæli bæjarins. Að lokinni skrúðgöngu frá Silfurtorgi var hátíðarsamkoma í Íþróttahúsinu þar sem forseti flutti ræðu. Síðdegis tók forseti einnig þátt í öðrum atburðum í tilefni afmælisins. Ræða forseta.
15. júlí 2016
Endurheimt votlendis
Forseti tekur þátt í sérstakri athöfn á Bessastöðum þar sem ýtt var úr vör átaki til að endurheimta votlendi, en átakið tengist framlagi Íslands til skuldbindinga í loftslagsmálum sem staðfest var í París í fyrra. Undirritað var samkomulag milli embættis forseta Íslands annars vegar og umhverfis- og auðlindaráðuneytis og Landgræðslu ríkisins hins vegar sem felur í sér endurheimt votlendis í Músavík og Sauðavík á Bessastaðanesi. Forseti, ráðherra og landgræðslustjóri fluttu ávörp við athöfnina og mokuðu síðan fyrstu moldinni í framræsluskurð neðan við Bessastaðastofu. Fréttatilkynning. Sjá einnig frétt á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Heimild: tekið af vef forsetaembættisins.
Nú er hann orðin jarðnæðislaus blessaður karlinn eins og við fleiri sem höfum ekki haft tryggt jarðnæði eða kvóta og þá er gott að tileinka sér hugsunargang indjána að við eigum ekki landið, landið á okkur.
Ég vil færa forseta vorum góðar kveðjur með þökk fyrir sín störf í þágu lands og þjóðar og bið hann ekki hafa áhyggjur af nýjum starfsvettvangi, það er ærið verkefni að vera afi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.7.2016 | 10:49 (breytt kl. 10:51) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 13
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 1396
- Frá upphafi: 566780
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 1246
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.