Hornbjargsviti, ferðasaga

Dagana 17-22 júlí fórum við hjónin í ferðalag á Hornstrandir með 2 vinum og gistum í vitavarðarhúsinu sem Ferðafélag Íslands hefur til umráða.

Hér kemur ferðasagan séð með augum Ingu Þórunnar:

hornbjargsviti_2_1288436.jpgHornbjargsviti.

 Í dásemdar veðri komum við hér.

Tilgangur ferðar að ganga og hvílast.

Gista í vita undir Hornstrandarhimni.

Fjarskiptalaus.

Tæplega höfum þó séð

stíg sem við þrívegis gengum.

En mikið var hlegið í þokunni á Horni

við undirspil fugla.

Hornvíkin ei okkur sveik.

Gróður og klettar og fallega fjaran

og Drífandifoss.

Fegurð og friður.

dori_og_ketill_i_vor.jpgÍ víkum, í skörðum og skála

kynntumst við Katli og Dóra og öðru frábæru fólki.

Og úttekt var gerð á virkjanarkostum.

Við Hornbjarg við skiljumst í bili

og Hornbjargið bíður með sól.

Hornbjargsvita við kveðjum

100_5249.jpgmeð ,, selfi" á Axlarfjalli.

IÞH

                 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband