Það vantar eitthvað í landsmótið sem tengist langferðum og þoli íslenska hestsins. Eitthvað sem tengist landinu og náttúrunni. Það er ekki nóg að geta sýnt hágenga,,kerruhesta" sem steypa stömpum ef þeir koma í þýfi og móa og hafa ef til vill ekki þol til langferða. Dæmið um Lárus í Grímstungu þegar hann sótti meðul frá Grímstungu yfir í Húsafell og fór ferðina á sólarhring að ég held, en mér er ekki nærtæk heimildin.
Hér endurbirti ég færslu af bloggi mínu um ferð sem farinn var fyir 50 árum af Landsmóti á Hólum í Hjaltadal 1966 sem mér finnst alvega einstakt afrek og gæti skotið stoðum undir slíka keppni undir eftirliti dýralækna og dómara.
,,Hér segir frá ferð Ingu Valfríði Einarsdóttur ,Snúllu, frá Laugarnesi og Rögnu Ágústdóttur frá Hofi Í Vatnsdal með 29 hross yfir Arnarvatnsheiði, af landsmóti hestamann á Hólum 1966 til Reykjavíkur:
Riðu þær stöllur nú frá Hólu um Skagafjörð um Vatnskarð yfir Blöndubrú hjá Syðri-Löngumýri út Reykjabraut og niður hjá Stóru-Giljá og fram Vatnsdal að Hofi þar sem gist var. Önnur reið á undan en hin á eftir og voru tveir ungir piltar þeim til aðstoðar.
Daginn eftir héldu þær ferð sinni áfram upp Grímstunguheiði og áfram upp Arnarvatnsheiði. Þegar þær voru komnar upp á háheiðina skall á þær svartaþoka svo ekki sá handaskil. Þeim stöllum varð ekki um sel að þurfa að reka svo mörg hross við þessar aðstæður 0g óttuðust mest að hryssurnar kæmust í stóðhesta sem þarna voru í afrétt.
Gekk nú ferðin sæmilega og voru þær fegnar þegar grilla tók í Skammá sem rennur í Stóra-Arnarvatn. Fljótlega riðu þær fram á sæluhúsið í Álftakrókum þar sem þær höfðu næturstaða.
Daginn eftir riðu þær við góðan orstír niður að Húsafelli en þar beið Sigurður Ólafsson söngvari og hestamaður, maður Snúllu og félagi hans Batti , líklega kallaður rauði. Höfðu þeir komið Kaldadal á bíl. Batti tók sína hesta á bíl en Sigurður reið með ferðalaöngum niður að Miðfossum þar sem gist var um nóttina. Daginn eftir var svo riðið til Reykjavíkur. Ferðin tók rúmlega viku.
Gefum Snúllu orðið; ,,Við Ragna vorum ákaflega stoltar að hafa sigrast á Arnarvatnsheiðinni. Seinna var mér sagt að jafnvel reyndustu fjallamenn, sem þekktu staðhætti eins og fingurna á sér, hefðu villst í jafn svartir þoku og við lentum á heiðinni."
Heimild: Í söngvarans jórey. Æviminningar Sigurðar Ólafssonar, höf. Ragnheiður Davíðsdóttir. Endursagt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.6.2016 | 19:04 (breytt 28.3.2024 kl. 18:28) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.