Ábyrgð stjórnenda í opinberum fyrirtækjum.

mynd_ur_fellaskola_2012_041.jpgÞað hefur löngum verið svo að stjórnendur eru taldir þurfa meiri laun en óbreyttir starfsmenn vegna þess að ábyrgðin sem þeir axla er svo mikil. En svo þegar til kastana kemur þurfa þeir oft enga ábyrg að bera. Jafnvel er þeim launað með ríflegum starfslokasamningum ellegar hækkaðir í tign og gerðir að fulltrúum í Stjórnarráði Íslands eða dæmið með fv. forsætisráðherra  sem var verlaunaður af Framsókn með sendiherrastarfi eftir að hafa verið dæmdur fyrir brot á 17. gr. stjórnarskránni af Landsdómi ríkisins eins og kunnugt er.

Skrifari þekkir dæmi þar sem kúskur í sveit varð það á að brjóta hliðstaur sem hann ók á og var staurinn dreginn frá sumarkaupinu og eins var mjólkurglas sem hann helti niður óvart dregið frá kaupinu. Það eru harðir kostir.

Nú er það svo  að stjórnendur draga ekki 100 milljónir upp úr vasanum si svona hafi það komið í ljós að eitthvað hafi farið úrskeiðis um ákvarðanatöku. Læknar og lögfræðingar taka sér tryggingu að því sem mér skilst til að geta mætt hugsanlegum skaðabótakröfum.

Væri þá ekki rétt að almennir stjórnendur efst á toppinum væru með slíkar tryggingar. Kaupið sem væri umfram hið venjulega kaup væri notað í slíkar tryggingar.

Í því máli sem hér um ræðir segir:

sumarleyfi_2010_flatey_til_hveravalla_104.jpg,Strætó braut jafn­ræðis­reglu

For­saga máls­ins er að eft­ir að útboði lauk var til­kynnt að Strætó bs. hefði gengið að til­boði Hagvagna hf. í stór­an hluta verks­ins. Seinna hefði komið í ljós að Hagvagn­ar hefðu ekki upp­fyllt skil­yrði útboðsins hvað vagna­kost varðaði og Strætó bs. hefði því haft vagna­skipti við fé­lagið til að hjálpa því að upp­fylla útboðsskil­yrði. Taldi Allra­handa ehf. þetta vera brot á jafn­ræðis­reglu þar sem Strætó hefði sér­stak­lega styrkt eitt fyr­ir­tæki á eig­in kostnað og því hefði ekki verið jafn­ræði milli bjóðenda." segir í fréttinni.

Þá er spurningin var þetta ákvörðun stjórnar fyrirtækisins eða forstjóra og framkvæmdastjórnar að fara í vagnaskipti við Hagvagna og hver átti hagur Stætó að vera af þeim skiptum. Þetta þarf að upplýsa til að eyða tortryggni um undirmál og spillingu.

Ef ekkert er gert í ábyrgðarmálum stjórnenda obinberra fyrirtækja og engin er látinn bera ábyrgð, en 100 milljónum bar velt inn í skattlagninguna si svona er hætt við að fullveðja menn láti það ekki ganga yfir sig og leggist jafnvel í málaferli til að hrinda af sér okinu eða leiti leiða til þess. Í því felst raunverulegt lýðræði að láta ekki kúga sig endalaust til að borga afglöpin. Venjulega fara lögfræðingar í hnút þegar hinn almenni borgari fer að hafa sig í frammi og fara velta fyrir sér því, sem þeir kalla lögvarðar kröfur og reyna að teygja og toga, en þá er bara að finna krók á móti bragði. Það eru alltaf einhverjar leiðir til ef menn eru nógu frumlegir.


mbl.is Niðurstaða dómsins óvænt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband